Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
Þoka var og ekki að vita fyrir ókunnuga hvar ætti að leita
grasa. Sigurlaugu sýndist á öllu, að ekki væri til neins að spurja
Guðrúnu hvar grasaland væri bezt, svo hún fór til piltsins, sem
var með Pétri. Hann var hinn alúðlegasti og sagði henni hvert
fara skyldi, og reyndist það vel. Sigurlaug grasaði vel um nótt-
ina, tíndi sex úrköst, en það var kallað úrkast, þegar komið var
það mikið í pokann, að ekki þótti henta að hafa meira, svo ekki
væri til óþæginda. Páll tíndi lítið um nóttina. Síðari hluta nætur
hringaði hann sig niður í kofadyrnar og svaf þar. Jón kom úr
sauðarekstrinum síðari hluta nætur. Guðrúnu þótti Sigurlaug
grasa vel og undraðist, að hún skyldi finna svo mikil grös á þess-
um slóðum.
Grasafólkið frá Sveinsstöðum fór af stað á laugardagsmorg-
un, en á þriðjudagskvöld var það búið að tína grös á hest og hélt
þá heimleiðis. Þá var hitt fólkið farið. Allan þennan tíma svaf
Sigurlaug ekki neitt. Þegar hún kom heim átti hún erfitt með að
festa svefn.
Þá hef eg lokið við að festa á þessi blöð það sem eg skrifaði um
1950 eftir frásögn Sigurlaugar Arnadóttur um fólk og heimilis-
hætti á Sveinsstöðum. Einu vil eg þó bæta við. A Sveinsstöðum
var aldrei borðað hrossaket, sem sést á því að hrossin voru gefin
til afsláttar.
í september 1952 kom séra Friðrik Friðriksson að Mælifelli.
Hann var þá næstum blindur, en fataðist ekki að prédika blaða-
laust. Eftir messu sat hann við kaffiborð og sagði frá ýmsu glað-
ur og reifur. Eitt sinn kom hann að Sveinsstöðum frá Goðdöl-
um, og spurðu þau Björn og Guðlaug, hvað hann hefði fengið
að borða í Goðdölum. Séra Hálfdan Guðjónsson var þá prestur
í Goðdölum. Fyrir aldamótin voru þrír embættismenn í hérað-
inu, sem höfðu hrossaket á borðum. Séra Hálfdan, Arni læknir
í Glæsibæ og einn sá þriðji, og þar með urðu fordómar á hrossa-
keti minni smátt og smátt. A Sveinsstöðum var borðað hrossa-
ket þegar eg var að alast upp, en þó efast eg um, að móðir mín
hafi borðað það. A flestum heimilum í sveitinni var þá hrossa-
42