Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 45
BJORN ÞORKELSSON, SVEINSSTOÐUM
ket á borðum, en þó var til gamalt fólk, sem lét það ekki inn fyr-
ir sínar varir.
Fjölskyldumdl
Þau Björn og Guðlaug á Sveinsstöðum áttu fimm börn. Fjögur
þeirra dóu ung, en elzta barn þeirra, Jóhannes, komst upp en
átti þó ekki langt líf fyrir höndum.
1. Jóhannes, fæddur 14. febrúar 1866, dáinn í Vesturheimi. Eg
hef ekki getað fundið dánardægur hans. Sumir segja, að hann
hafi dáið innan árs eftir að hann kom vestur, en aðrir, að
hann hafi lifað eitthvað lengur. Jóhannes var skírður daginn
eftir að hann fæddist. Skírnarvottar voru Sveinn Arason
bóndi á Lýtingsstöðum og kona hans Guðbjörg Benjamíns-
dóttir ljósmóðir, og Tómas Tómasson bóndi á Tunguhálsi.
2. Una, fædd 13. júlí 1867. Skírð næsta dag. Skírnarvottar:
Sveinn og Guðbjörg á Lýtingsstöðum og Pétur Pétursson
bóndi í Teigakoti. Una dó tæpra tveggja ára, 16. júní 1869.
3. Una, fædd 12. marz 1871. Hún lifðistutt, dó 22. maí sama ár.
Skírð var húnheima 15. marz. Skírnarvottar: Guðbjörgljós-
móðir og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og meðhjálpari í
Breiðargerði. Þetta var þriðja barnið, sem Guðbjörg tók á
móti hjá Guðlaugu á Sveinsstöðum.
Sveinn Arason og Guðbjörg Benjamínsdóttir fóru búferlum
1868 frá Lýtingsstöðum að Stóra-Búrfelli á Asum, en fluttu
þaðan að Gunnfríðarstöðum í sömu sveit 1870. Þangað var hún
sótt til að sitja yfir Guðlaugu á Sveinsstöðum veturinn 1871, og
kom hún að vestan nokkru áður en barnið fæddist og var þang-
að til búið var að skíra 15. marz. Þar á eftir fór hún heim, og var
vinnumaður á Sveinsstöðum, Eiríkur Eiríksson, látinn fylgja
henni. Þau hrepptu vonzkuveður á leiðinni. Þegar Guðbjörg
kom heim, var þriggja missira sonur hennar dáinn, dó 7. marz;
Jónas hét hann. Sveinn og Guðbjörg áttu tíu börn, en þrjár dæt-
43