Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 46
SKAGFIRÐINGABÓK
ur komust upp. í bókinni Ljósmœdur á íslandi, sem út kom
1984, er þáttur um Guðbjörgu, glöggur og greinargóður. Um
Guðbjörgu kvað Símon Dalaskáld:
Æru nýtur öllum hjá,
yfirsetukona.
Glöð út býta greiða má,
Guðbjörg Lýtingsstöðum á.
4. Una, fædd 12. desember 1876, skírð heima 15. sama mánað-
ar. Skírnarvottar: Eiríkur Eiríksson bóndi Skatastöðum,
faðirinn og Sigurlaug Isleifsdóttir húsfrú írafelli, sem hefur
tekið ámóti barninu. Una þessi dó 13. apríl 1882 ásjötta ári.
5. Björn, fæddur 25. júní 1878, skírður heima 27. sama mánað-
ar. Skírnarvottar: Páll Andrésson bóndi Breið, faðirinn og
Sigurlaug Isleifsdóttir. Björn dó 7. ágúst 1879 úr barnaveiki.
Jóhannes Björnsson ólst upp með foreldrum sínum á Sveins-
stöðum og var hinn gervilegasti. Grunur var um, að þau systkin
Björn á Sveinsstöðum og Sigurlaug í Brimnesi, vildu gifta börn
sín Jóhannes og Margréti Símonardóttur, en Jóhannes vildi eiga
Guðrúnu Halldórsdóttur, þó hún væri ófríðari en Margrét.
Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir eins og vegir Guðs. Guð-
rún Halldórsdóttir var í Goðdölum hjá bróður sínum, séra
Zophóníasi. Pegar Sigurlaug Brynjólfsdóttir var um fermingu,
bar hún bréf á milli þeirra.
Jóhannes Björnsson og Guðrún Soffía Halldórsdóttir gengu
í hjónaband 8. október 1886. Hjónavígslan fór fram í Goðdala-
kirkju, en veizla haldin á Sveinsstöðum. Margrét Símonardóttir
sagði svo frá þessari veizlu á elliárum í Reykjavík, er eg ræddi
við hana:
Þau systkinin fjögur frá Brimnesi fóru fram að Sveins-
stöðum þegar Jóhannes Björnsson og Guðrún Halldórs-
44