Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 48
SKAGFIRÐINGABOK
ar, Sigurlaug Brynjólfsdóttir, hafði sagt henni að 5 barnsleiði frá
Sveinsstöðum væru norðvestast í kirkjugarðinum, fast við
merkt leiði þeirra Sveinsstaðahjóna. Fjögur börn Björns og
Guðlaugar dóu ung og fimmta barnið misstu þau Jón Bene-
diktsson og Sigurlaug Brynjólfsdóttir, þegar þau bjuggu á
Sveinsstöðum 1903. Það barn var tveggja ára stúlka, skírð Ingi-
björg-
Ingibjörg á Marbæli leitaði að leiðunum en fann ekki. Allt var
slétt, þar sem þau áttu að vera. Tíminn hafði sléttað yfir þau,
enda hafði hann hundrað ár til þess.
Eignaskipti
Hinn 19. ágúst 1892 gerðu þau Björn og Guðlaug á Sveinsstöð-
um arfleiðsluskrá, þar sem þau arfleiða hvort annað. Heimilt er
þeim sem eftir lifir, að ráðstafa sameign þeirra, en það sem fer til
lögerfingja skiptist til helminga milli erfingja hvors aðila um sig.
Undir skjalið skrifar Jóhannes Olafsson sýslumaður og vottar
undirskrift og einlægan vilja þeirra hjóna að ráðstöfun þessari.
Arið 1903 gáfu þeir Björn á Sveinsstöðum og Jóhann hrepp-
stjóri á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi, tvö þúsund krónur,
sinn helminginn hvor. Þetta fé var lagt í sjóð, sem ber nafnið
Vinargjöf. Samkvæmt skipulagsskrá skal verja vöxtum til
styrktar munaðarlausum börnum og fátækum barnamönnum í
hreppnum. Þessi gjöf var nokkurt fé á þeirri tíð, svaraði til að
vera 170 ærverð. Sjóðurinn Vinargjöf er til ennþá, en verðbólga
hefur troðið hann niður.
Hinn 19. marz 1904 gaf Guðlaug Gunnlaugsdóttir fóstur-
dóttur sinni, Jakobínu Sveinsdóttur, eignarjörð sína Sveins-
staði, að dýrleika samkvæmt nýju mati 21,3 hundruð.
46