Skagfirðingabók - 01.01.1992, Qupperneq 55
VIÐ HLJÓMA STAFNSRÉTTAR
málið. Eg lagði ekkert til þeirra mála, enda eðlilega ekki spurður
ráða. En með sjálfum mér vonaði eg, að farið yrði í kvöld, svo
að eg gæti verið viðstaddur vestra strax og byrjað yrði að draga
í fyrramálið. Rigningunni hafði nú líka loksins létt, og þótt ekki
væri á mér þurr þráður, þá myndi skrokkurinn á mér sjá fyrir
því að þurrka a.m.k. á mér nærfötin á leiðinni vestur. Með öðr-
um hætti yrðu þau hvort sem var naumast þurrkuð á þessu
ferðalagi. Loks var ákveðið, mér til mikils léttis, að fara vestur.
Og undir kvöldið, þegar orðið var meira en hálfrökkvað,
kvaddi eg Mælifellsréttina með kærri þökk fyrir samveruna.
I för með okkur pabba slógust þeir Sigurður Oskarsson, síð-
ar bóndi í Krossanesi í Vallhólmi, nafnkunnur hestamaður og
hagyrðingur, sem eg átti síðar eftir að eiga með margar ánægju-
stundir, og Hannes Hannesson, bóndi á Daufá, nú látinn fyrir
allmörgum árum. Veður var fremur kyrrt, en komið nokkurt
frost. Tók brátt að setja að mér hroll, og kveið eg sannast að
segja hálfvegis fyrir ferðinni vestur fjallið. Leiðin er drjúglöng,
og eg þóttist vita, að ekki yrði unnt að fara nema hægt í myrkr-
inu og eftir sleipum og óglöggum moldargötum.
Þegar við nálguðumst Mælifellsá, sem er seinasti bærinn, sem
farið er fram hjá áður en lagt er á Mælifellsdalinn, minntist
Hannes á það, að ástæðulítið væri nú að strekkja vestur í kvöld.
Skynsamlegra væri að leita gistingar á Mælifellsá og fara heldur
með birtingu í fyrramálið. Liðið yrði líka á nótt, er vestur kæmi,
og þá ætti eftir að finna náttstað. Ekki kvaðst pabbi kvíða því.
Opið hús myndi hjá Guðmundi Sigurðssyni á Fossum að venju,
en hins vegar væri nú strákurinn ekki búinn undir langa nætur-
ferð í frostkuli, allur hundrennandi. Sigurður Óskarsson lagði
hér ekki orð í belg, en kvað við raust snjalla vísu, sem trúlega
hefur verið eftir hann sjálfan. Sagðist þó, að loknum kveð-
skapnum, ekki myndi skiljast við þá félaga, hvort sem áfram
yrði haldið eða numið staðar. Varð sú niðurstaðan, að leitað
skyldi gistingar á Mælifellsá.
A Mælifellsá bjuggu þá og lengi síðan sæmdarhjónin Jóhann
53