Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
hún pabba sæng til þess að breiða ofan á mig. Föt mín voru nú
tekin að þorna, bæði vegna ylsins í Mælifellsárbænum og frá
mínum eigin skrokki, og innan stundar var eg steinsofnaður.
Fyrsti dagur þessa ferðalags, sem til hafði verið hlakkað allt
sumarið, var að baki.
A sama hátt og dagurinn í gær hafði verið kvaddur með kaffi-
drykkju hjá þeim Mælifellsárhjónum var nú nýjum degi heils-
að. Við pabbi munum hafa orðið einna fyrstir af stað, ásamt
Símoni Jóhannssyni í Goðdölum. Enn var myrkur, en yfir
Blönduhlíðarfjöllunum vottaði fyrir dagsbrúninni. Úrkomu-
laust var, en skýjað, og norðankul leiddi inn með Efribyggðar-
fjöllunum. Við fórum rólega þar til birti. Er fram í Skeið-
hvamminn kom var farið að skíma. Þá var sprett úr spori. Ann-
að þykir ekki hæfa í Skeiðhvamminum. Úr honum er allbratt
upp í Kiðaskarðið og teymdum við því hestana. Tók nú að
dimma að með éljum, og þegar við komum vestur hjá Trölla-
kirkju, sem er hrikalegur og svipmikill hnjúkur sunnan megin
skarðsins, var snjókoman orðin samfelld og mjög dimmt. Átti
nú sagan frá í gær að endurtaka sig? Skyldi í dag verða úrfelli,
ekki einasta rigning, heldur og hríð? „Eg hef enga trú á því, að
þessi andskoti nái inn í Svartárdalinn“, sagði Símon og spýtti
um tönn. „Það er auðvitað helvítis hríðarveður úti í Langadal,
en það skiptir um hjá Bólstaðarhlíð", bætti hann við. Eg komst
að því síðar, að Símon hafði hressilegt tungutak. Og satt var líka
orðið hjá honum; þegar kom vestur á Flóann var hríðarlaust.
Og allt í einu blasti Svartárdalurinn við af Stafnsbrekkubrún-
inni. Mér sýndist dalurinn fyrst eins og stór skurður með læk í
botninum. Eg þekkti ekki annað en fangvídd Skagafjarðar. Mér
hafði aldrei komið til hugar, að til væri svona aðkreppt sveit.
Gat það virkilega verið, að ein fjárflesta skilarétt landsins
rúmaðist í svona þrengslum? Stórt svæði þarna niðri í skurðin-
um sýndist mér vera þakið ljósleitum smásteinum. Það tók mig
góða stund að átta mig á því, að þetta var fjársafnið, en ekki
steinar. Og ekki var ofsögum sagt af fjárfjöldanum í Stafnsrétt.
56