Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 65
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
sitt róðukross sem kostaði 20 ríkisdali og predikunarstól, sem
metinn var á 30 ríkisdali. Líklega hefur þetta þótt óvenju rausn-
arlegt framlag og því ratað í annála. Róðukrossinn hangir enn á
norðurvegg kirkjunnar, en predikunarstóllinn er líklega sá sem
fluttur var í Fagraneskirkju þegar steinkirkjan var byggð, og er
nú í Þjóðminjasafni (Vídalínssafni).
Segja má að fornir legsteinar séu hvort tveggja í senn, ritaðar
heimildir og listaverk. Með því að birta myndir af þeim er búið
í haginn fyrir frekari rannsóknir, ekki sízt af því að þarna er m.a.
að finna verk Guðmundar Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð,
eins þekktasta listamanns okkar á 17. öld. Og með íslenzkri
þýðingu latínuáletrana verður það sem á steinunum stendur
ekki lengur lokuð bók.
Tvisvar áður hefur verið birt yfirlit á prenti um legsteina á
Hólum. Sigurður Vigfússon fjallaði stuttlega um þá í Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 1888-92. Sú greinargerð mun að
vísu vera samin haustið 1886 af Þórði Þórðarsyni skólapilti, sem
hvarf til Ameríku 1887. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður
kom í Hóla sumurin 1910 og 1923 og lýsir steinunum rækilega
í Kirknaskrá sinni, sem er óprentuð. Kristján Eldjárn birti svo
greinargerð um legsteinana í bæklingi sínum Um Hólakirkju,
sem kom fyrst út 1950. Að sjálfsögðu er hér stuðzt við rit þess-
ara manna, og vísa ég til þeirra í eitt skipti fyrir öll.3
Ritgerð þessi hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi. Dr.
Jakob Benediktsson þýddi alla latínutextana í febrúar 1989, og
var mikill fengur að hans framlagi. Legsteinana skoðaði ég á
staðnum 29. og 30. júlí 1989. Tæpu ári síðar fóru þeir Þorsteinn
Gunnarsson arkitekt og Guðmundur Ingólfsson í Imynd norð-
ur í Hóla og ljósmynduðu níu legsteina á vegum Hólanefndar,
en fimm hafa verið ljósmyndaðir að frumkvæði Skagfirðinga-
bókar. Ritgerðin sjálf var að mestu samin veturinn 1991-2. Af
þeim sem lásu handritið yfir vil ég sérstaklega nefna Þorstein
Gunnarsson og dr. Jakob Benediktsson, en frá þeim fékk ég
ýmsar upplýsingar.
63
L