Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 66
SKAGFIRÐINGABÓK
1. Legsteinn Jóns biskups skalla ?
I drögum Arna Magnússonar til lýsingar á Hóladómkirkju, er
eftirfarandi frásögn, rituð á árabilinu 1720—25.4 Hún er á latínu
en hljóðar svo í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar:
Á marmarasteini, u.þ.b. þriggja feta löngum, í Hólakirkju
(karlmanna megin), er mynd af biskupi, sem heldur á
bagli í vinstri hendi en lyftir hinni hægri, og við fætur hans
er innhöggvið:
Joh. bp. [Jón biskup]
Petta hef ég sjálfur séð. Talinn vera Jón skalli, en mér virð-
ist það óvíst. Aðrir telja að þarna liggi enskur Hólabiskup.
Ætli einhver Jón Hólabiskup hafi verið enskur?
í íslandslýsingu Resens, sem rituð er fyrir 1688, er minnzt á
þennan legstein og sagt, að hann sé yfir kaþólskum biskupi. A
spássíu í elzta handriti Islandslýsingarinnar er teikning af stein-
inum (sjá mynd). Teikningin er óvönduð og hefur e.t.v. gengið
í gegnum einhverjar afritanir. Resen hlýtur þó að hafa fengið
hana frá Islendingi, sem séð hefur steininn, og má þá gizka á
Hannes Þorleifsson (um 1655-1682) fornfræðing. Hann hafði
verið nemandi í Hólaskóla, og var skömmu fyrir dauða sinn að
biðja Þórð biskup Þorláksson um áletranir á líksteinum í Skál-
holti, ásamt uppdráttum af þeim.5
I von um að geta aldursgreint legsteininn, var flett í gegnum
nokkur erlend rit um þetta efni. Hliðstæðar biskupamyndir eru
á dönskum og sænskum legsteinum frá því um 1400 eða
skömmu síðar.6 Böndin berast þá að Jóni skalla Eiríkssyni, sem
var biskup á Hólum 1358—91. Hann var af norskri höfðingjaætt,
sem fór lengi með völd á Hólastað. Voru frændur hans biskupar
þar nær samfleytt frá 1442 til 1520. Jón skalli átti í fyrstu erfitt
uppdáttar á Hólum. Klerkar á Norðausturlandi risu gegn hon-
um og báru því við að hann hefði verið vígður Grænlandsbisk-
64