Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 68
SKAGFIRÐINGABÓK
legast, að þetta hafi verið mynd af Jóni biskupi helga Ögmund-
arsyni?“8 Ef það er rétt, hefur þetta verið lágmynd, líkt og sjá
má í steinkirkjum erlendis, og þá staðið upp á endann. Er þá
tvennt til: að Pétur Nikulásson hafi útvegað myndina til kirkju
þeirrar sem hann lét reisa 1395, en hún var einmitt helguð Jóni
biskupi, eða þá að myndin sé úr tíð Gottskálks Kenikssonar
(1442—57) og ætluð í steinkirkjuna (múrinn) sem byrjað var að
reisa. - Eftir siðaskiptin hafa bein Jóns biskups helga eflaust
verið tekin úr skríni hans. Má hugsa sér að þeim hafi verið holað
niður í kirkjunni og þessi steinn svo settur yfir gröfina. Eg tel
hitt þó líklegra, að þetta hafi verið legsteinn J óns biskups skalla.
Þessi marmarasteinn er nú glataður. Ólíklegt er, að hann hafi
verið fluttur frá Hólum. Trúlega liggur hann þar einhvers staðar
hulinn moldu, ef hann hefur þá ekki verið notaður í veggi eða
undirstöður steinkirkjunnar, sem nú prýðir staðinn.
2. Legsteinn Ólafs biskups Rögnvaldssonar?
Ólafur Rögnvaldsson var biskup á Hólum 1459-95. Fyrstu árin
hafði hann einnig sterk ítök í Skálholtsbiskupsdæmi vegna þess
hve mikið los var á biskupum þar. Ólafur var harðsnúinn fram-
kvæmdamaður, og fara miklar sögur af hörku hans við fjáröflun
í þágu kirkjunnar. En þar var hann barn síns tíma, því að fjár-
plógsstarfsemi kaþólsku kirkjunnar var þá orðin illræmd á
meginlandinu og átti mikinn þátt í að skapa jarðveg fyrir siða-
skiptin. Ólafur var norskrar ættar, náskyldur Jóni skalla Eiríks-
syni (1358-91), sem var langafabróðir hans. Gottskálk Keniks-
son biskup (1442-57) var og föðurbróðir hans.
I fyrrnefndri lýsingu Arna Magnússonar á Hóladómkirkju,
er eftirfarandi frásögn:
66
Ólafur biskup Rögnvaldsson meinast að liggja mitt á
kirkjugólfinu á Hólum, þykist Halldór Þorbergsson í