Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 70
SKAGFIRÐINGABÓK
steinn Ólafs Rögnvaldssonar (sjá mynd). Ef hlutföllin í mynd-
inni eru rétt, hefur steinninn verið u.þ.b. 265x180 cm að stærð.
En er hugsanlegt að steinninn hafi verið svo stór? Hefur Sabin-
sky ekki annað hvort ýkt stærð hans, eða sýnt sem einn stein
nokkra sem legið hafa saman? Því er til að svara, að ekkert mælir
gegn því, að steinninn hafi einmitt verið svona stór. T.d. má
benda á nokkra danska legsteina frá svipuðum tíma, sem eru
enn stærri. A teikningu Sabinskys er stór kross á steininum, rétt
neðan við miðju, sem gæti verið vísbending um skrautið, sem
var höggvið í hann. Þegar Árni Magnússon kom í Hóla sumarið
1702, var steinninn orðinn ólesandi, enda hefur mikið mætt á
honum á þessum stað, rétt framan við altarið.
Þessi legsteinn er ekki varðveittur, hefur líklega verið eyði-
lagður þegar steinkirkjan var byggð. Raunar er athyglisvert að
báðir pápísku legsteinarnir hafa þá hlotið sömu örlög.
3. Legsteinn Gottskálks biskups
í fyrrnefndri íslandslýsingu Resens er stutt greinargerð um leg-
steina í Hóladómkirkju, sem er trúlega að stofni til frá Hannesi
Þorleifssyni fornfræðingi. Þar segir:
Legsteinar yfir biskupum sem grafnir voru þar fyrir siða-
skipti eru aðeins tveir, annar yfir Gottskálki, hinn yfir
Jóni.10
Óvíst er hvort hér er átt við Gottskálk Keniksson biskup
(1442-57) eða Gottskálk Nikulásson (1498-1520), sem var
bróðursonur og eftirmaður Ólafs Rögnvaldssonar. Líklega er
þetta þó sami steinn og Halldór Þorbergsson taldi vera yfir
Ólafi Rögnvaldssyni, en hver þessara þriggja biskupa hvílir
undir honum skal ekki fullyrt hér. Steinninn var orðinn mjög
slitinn um 1700, sem gæti bent á Gottskálk eldra. Sagnir eru um,
68