Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 71
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
að hann hafi látið gera múrinn umhverfis kirkjuna, og hefur
hann skv. því haft steinsmiði í þjónustu sinni."
A seinni öldum hlaut Gottskálk yngri viðurnefnið „hinn
grimmi“, sennilega sökum þess hve harðskeyttur hann var í
sakamálum og mikill fjáraflamaður. Komst hann yfir rúmlega
100 jarðir í biskupstíð sinni, en gaf þær Hóladómkirkju eftir
sinn dag. Samkvæmt þjóðsögum var Gottskálk grimmi hinn
mesti galdramaður um sína daga „og skrásetti galdrabók þá, er
kallaðist Rauðskinna. Var hún skrifuð með gullnu letri og að
öllu hin skrautlegasta. Rituð var hún með rúnastöfum eins og
allur galdur. Þessarar bókar unni biskup ekki neinum eftir sinn
dag og lét þess vegna grafa hana með sér“.12 Margir höfðu
ágirnd á Rauðskinnu, eins og fram kemur í þjóðsögunni frægu
af Galdra-Lofti, sem fórnaði sálarheill sinni til að ná henni. En
biskup varð drýgri í viðskiptum þeirra og hélt bókinni. Ætti
hún enn að vera undir kirkjugólfi á Hólum, ef Sabinsky og
félagar hafa þá ekki stolið henni.
4. Legsteinn Halldóru Árnadóttur
Dagana 20.-23. ágúst 1886 var Sigurður Vigfússon fornfræð-
ingur staddur á Hólum. Stóð þá yfir allsherjar viðgerð á kirkj-
unni, og hafði upphaflega innréttingin verið rifin úr henni.
Sigurður keypti þá til Þjóðminjasafnsins ýmsa gamla kirkju-
gripi, m.a. allar biskupamyndirnar gömlu og fleira merkilegt.
Hann hafði ekki tíma til að rannsaka legsteina í kirkjunni, en
fékk síðar lýsingu þeirra, samda af þáverandi skólapilti, Þórði
Þórðarsyni. Sú lýsing var prentuð aftan við rannsóknarskýrslu
Sigurðar í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1888-1892. Þar
segir undir lokin:
Legsteinn sést í innsta kórglugga að sunnanverðu; en er
kirkjan var byggð, hefir veggurinn verið hlaðinn á hann,
69