Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
svo að ekki sést nema eitt hornið, og á honum má sjá
orðin: „Hér hviler", en ekki annað, er meining sé í.13
Þegar gólf kirkjunnar var tekið upp vorið 1988, kom í ljós
legsteinn í innsta gluggaskotinu að sunnanverðu í kórnum.
Hann var úr svo mjúku og brothættu bergi, að hann molnaði
allur þegar hann var losaður. Brotunum var komið fyrir í kassa.
Hinn 30. júlí 1989 skoðaði undirritaður steininn, og las áletrun-
ina, sem hljóðar svo:
[HI]ER ♦ L(I)GGVR ♦ (HA)=
L[L]DOR(A ♦ A)RNA ♦
D[0]TT(ER) ♦ HV0R
[RA]R ♦ (S)AAL ♦ GVD
EILIFVR ♦ GLED =
} IE {
[Mitt ♦] holld ♦ hvi =
[list ♦ i ♦ voninne]
Þetta er grænleitur leirsteinn, mjög mjúkur, og er letrið skaf-
ið í hann. Sjálf grafskriftin er með latínuletri, upphafsstöfum,
stafastærð 48 og 58 mm. Leifarnar af ritningargreininni neðst
eru með gotnesku letri, lágstöfum, stafastærð 48 og 78 mm.
Meðfram hliðunum hefur verið einfalt strik, en tvöfalt að ofan.
Ofurlítið skrautflúr afmarkar síðustu línu grafskriftarinnar.
Breidd steinsins hefur verið um 46 cm, en vinstri kanturinn
(rúmir 8 cm) er allur í molum. Mesta lengd legsteinsbrotsins er
65 cm.
Þó að upphaf áletrunarinnar sé ekki samhljóða uppskrift
Þórðar Þórðarsonar frá 1886, bendir fundarstaðurinn til, að hér
sé um sama legstein að ræða. Hefur Sabinsky lagt hann sem
gólfhellu í gluggaskotið.
Telja má fullvíst, að þetta sé grafskrift Halldóru Arnadóttur,
70