Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 78
SKAGFIRÐINGABOK
Steinninn er örugglega innfluttur, því að hann á sér bróður í
Helsingjaborg í Svíþjóð, sem þá tilheyrði Danmörku. Sá steinn
er yfir konu, sem dó 1576. Rúlluskrautið í umgjörðinni á steini
Guðbrands er hins vegar algengt á dönskum legsteinum frá
árunum 1580-90, en á sér nánasta hliðstæðu á legsteini frá 1584,
sem er í dómkirkjunni í Arósum.20 Allt bendir því til að Guð-
brandur hafi pantað steininn skömmu eftir að hann missti konu
sína árið 1585. Líklega hefur steinninn verið gerður sérstaklega
fyrir Guðbrand, því að fangamark hans neðst er gert af mikilli
fagmennsku. Aftur á móti er letrið höggvið hér heima.
Um grafstæðin í Hóladómkirkju, þar á meðal gröf Guð-
brands biskups, verður fjallað í lokakafla þessarar ritgerðar.
6. Steinn Þorláks biskups Skúlasonar
Þorlákur Skúlason varð biskup 1628 að Guðbrandi afa sínum
látnum og var þá rétt rúmlega þrítugur. E.t.v. var það tilviljun,
að hann skyldi hljóta embættið. Arngrímur lærði hafði gegnt
biskupsskyldum í veikindum Guðbrands; varð því vart fram
hjá honum gengið við biskupskosningu. Hann var hins vegar
lítt vinsæll, þótti uppstökkur og smámunasamur. Þegar Norð-
lendingar orðuðu embættið við hann, færðist hann undan, e.t.v.
til að láta ganga á eftir sér. Menn tóku hann hins vegar á orðinu
og kusu Þorlák biskup í staðinn, en Þorlákur var bæði vinsæll
og naut stuðnings Hólamanna.
Þorlákur var merkur biskup og hefur ekki verið metinn að
verðleikum. Hann var að vísu ekki jafn stórbrotinn fram-
kvæmdamaður og Guðbrandur gamli, en í biskupstíð Þorláks
urðu Hólar merkilegt menntasetur og miðstöð endurreisnar
íslenzkra fræða hér á landi. Eftir að Brynjólfur Sveinsson tók
við Skálholtsstól 1639, barst þessi menntabylgja suður í Skál-
holt og þar reis hún hæst skömmu eftir dauða Þorláks biskups.
Þorlákur Skúlason átti lengi við vanheilsu að stríða, líklega
76