Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 82
SKAGFIRÐINGABOK
hringlaga reitir með myndum og merkjum guðspjallamann-
anna, og standa nöfn þeirra í römmunum ofan við. A steininum
efst fyrir miðju er engilhöfuð með vængjum í kringlóttum reit,
og neðst fyrir miðju hauskúpa á leggjum, tákn dauðans. Á
steininum miðjum er mynd af Kristi, sem kemur í skýjum him-
ins á dómsdegi og engill með lúður hvoru megin. Hann lyftir
höndum blessandi, en á jörðu niðri standa karl og kona ásamt
fjórum börnum í skini tungls og sólar, sem eru með mannsand-
lit. Lárviðarkrans umlykur myndina, en efst, yfir höfði Krists,
svífur stór kóróna. Neðan við myndina er reitur eða skjaldar-
merki með fangamarki Þorláks Skúlasonar, en báðum megin
við standa englar sem veifa pálmagreinum fagnandi. Til beggja
hliða yzt eru bekkir með skrautgreinum. Sjálf grafskriftin efst á
steininum er með gröfnum, latneskum upphafsstöfum, stafa-
stærð 40 og 35 mm, en ritningargreinarnar og lokaorðin með
gotnesku smáletri, stafhæð 25-30 mm. Steinninn er allmáður og
torlesinn með köflum.
A legsteininum er aldur Þorláks miðaður við jólanætur, eins
og þá var enn algengt. Hann er þar talinn hafa verið fullra 59 ára,
með því að hann hafði lifað 59 jólanætur og 11 daga umfram. En
hann var aðeins liðlega 58 ára (fæddur 24. ágúst 1597).
Eftir dauða Þorláks biskups fluttist ekkjan, Kristín Gísla-
dóttir, að Víðivöllum í Blönduhlíð og bjó þar til dauðadags, 10.
júní 1694. Var hún þá 84 ára. Um hana er sagt, að henni hafi allir
hlutir verið vel gefnir. Þau Þorlákur áttu sex börn, sem getið er
í heimildum. Þau voru: Gísli biskup á Hólum, Þórður biskup í
Skálholti, Guðbrandur sýslumaður í Vallholti, Skúli prófastur
á Grenjaðarstað, Jón sýslumaður í Berunesi og Elín sýslu-
mannsfrú á Víðivöllum. I Arbókum Espólíns segir:
Fátt var þó forráðs frítt sýnum af afspríng Þorláks
biskups, og fátt að öðru afbrugðið, en mannaðist sumt
vel. Þorlákur biskup varð harmdauður, og olli því ástsæld
hans, og ei síður álit Norðlendínga hið mikla á Guðbrandi
80