Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 86
SKAGFIRÐINGABÓK
8. Steinn Gísla biskups Þorlákssonar
og Gróu Þorleifsdóttur, fyrstu konu hans
Þegar Gísli Þorláksson tók við biskupsembætti á Hólum vorið
1657, var hann aðeins 25 ára gamall. Þótti víst mörgum nokkuð
djarft að velja svo ungan og óreyndan mann í þetta vandasama
embætti. En þarna réð meir „velunnan flestra manna til hans
góða föðurs og langafa, heldur en aldur og lærdómur eður háar
gáfur.“25 Gísli var þá ógiftur, en leitaði sér brátt kvonfangs.
Fyrir valinu varð Gróa, dóttir Þorleifs Magnússonar sýslu-
manns á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Var brúðkaup þeirra á Hólum
22. ágúst 1658. En hjónabandssælan varð skammvinn, því að
Gróa andaðist rúmu ári seinna, 14. janúar 1660,27 ára að aldri.
Gísli bar sig illa eftir fráfall Gróu og lét árið eftir úthöggva
legstein á gröf hennar. Það er íburðarmesti legsteinninn á
Hólum, glæsilegt og vandað verk, sem sagt er að Guðmundur
Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð hafi gert. Þó að á steininum
standi, að Gísli hafi látið úthöggva hann til minningar um sjálf-
an sig sem og Gróu konu sína, þá var fráfall Gróu tilefni þess að
steinninn var gerður. Og óneitanlega er þetta fagurt minnis-
merki um konuna ungu.
Steinninn er 158 X 90 cm, úr mjúkum, gráum tálgusteini,
áþekkum þeim sem er í skírnarfontinum. Steinninn er með
miklu og skrautlegu verki í barokkstíl. I hornunum eru myndir
guðspjallamannanna ásamt merkjum þeirra. Þeir standa í súlna-
hliðum, en steinbogar með nöfnum þeirra yfir. Efst fyrir
miðju er engilhöfuð í skrautlegri umgjörð, en neðst fyrir miðju
stundaglas með vængjum, tákn hins hraðfleyga tíma, og meta-
skálar ofan við. A miðjum steininum er sporöskjulöguð mynd
af upprisunni og blaðakrans í kring. Kristur rís úr gröf sinni,
lyftir vinstri hendi líkt og í kveðjuskyni, og það geislar af höfði
hans. Hann er með gunnfána í hægri hendi. A fánanum er lamb
guðs og krossmark, en söngmeyjar tvær (bjöllur) flaksast neðst
í fánanum. Beggja vegna við upprisumyndina eru ferhyrndir
84