Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 87
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
reitir með upphafsstöfum þeirra hjóna í engilflúri, líkt og engl-
arnir vaki yfir þeim. Meðfram báðum hliðum eru skrautbekkir
með laufblöðum og aldinklösum, sem bandi er vafið um. Aletr-
unin er með upphleyptum latneskum upphafsstöfum, stafa-
stærð 30-35 mm efst, en 20-25 mm neðst.
Þegar unnið var að endurreisn Hóladómkirkju vorið 1988,
voru tekin upp bein þeirra Gísla og Gróu. Beinin ásamt kistu-
skjöldum komu í ljós undir gólfinu við norðurvegginn, beint
neðan við róðukrossinn stóra. Greinargerð um uppgröftinn
birtist í 20. hefti Skagfirðingabókar.26 I útfararminningu Gísla
Þorlákssonar segir að hann hafi nokkrum árum fyrir dauða sinn
látið fullgjöra og tilreiða „sína hvíldarsæng, og það sem þar til
heyrði“.2/ Samkvæmt uppgreftinum hefur hann haft talsvert
við. I kistunni var dýna, og yfir hann var breitt grænt klæði með
skrautlegum bryddingum. Það hefur því farið vel um Gísla
biskup í gröfinni.
Gísli biskup Þorláksson var þríkvæntur. Eftir lát Gróu var
hann ekkjumaður í fjögur ár, en giftist svo Ingibjörgu, dóttur
Benedikts Halldórssonar sýslumanns á Reynistað. Hún dó eftir
8 ára hjónaband, 1673.28 Gísli giftist í þriðja sinn haustið 1674
frændkonu sinni Ragnheiði yngri Jónsdóttur prófasts í Vatns-
firði, Arasonar. Gísli var barnlaus með öllum konum sínum.
Hann andaðist á Hólum 22. júlí 1684 á 53. aldursári, og höfðu
þeir ættmenn þá setið þar samfellt á biskupsstóli í 113 ár. Eftir
fráfall Gísla fluttist Ragnheiður Jónsdóttir fyrst á eignarjörð
sína Gröf á Höfðaströnd, en giftist síðar Einari Þorsteinssyni
Hólabiskupi (sjá þar).
85