Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 90
SKAGFIRÐINGABOK
9. Steinn Kristínar Þorláksdóttur
Þegar unnið var að viðgerðum á Hóladómkirkju sumarið 1988,
var losuð upp hella úr þrepinu milli forkirkju og framkirkju.
Hellan var í tveimur hlutum. Þegar henni var snúið við, kom í
ljós, að hér var um legsteinsbrot að ræða, nánar tiltekið hægri
helming steinsins, sem hefur verið höggvinn sundur að endi-
löngu. Síðar fannst hinn helmingurinn, og var hann í þremur
hlutum. Höfðu brotin verið notuð þegar hlaðið var upp í dyrn-
ar inn í sakristíið (skrúðhúsið) norðan við altarið. Brotin eru nú
á Þjóðminjasafni.
Steinninn er úr sama rauða sandsteininum og notaður var í
kirkjuna. Hann hefur verið sem næst 108 X 52 cm að stærð og 13
cm þykkur. Sjálfur leturflöturinn er 77x37 cm, en umhverfis er
fallega meitlað skraut í barokkstíl, 17 cm breitt efst, 14 cm neðst
og 7 cm meðfram hliðunum. Þar er bekkur með rósaflúri, en
englahöfuð efst og neðst. Segja má, að englarnir horfist í augu
yfir leturflötinn, því að sá neðri stendur á haus. Steinninn er
bogadreginn um hornin, en er annars ferkantaður.
Grafskriftin er með gotnesku settletri, og stafastærð breyti-
leg, um 40 mm í efstu línu, en smækkar eftir því sem neðar dreg-
ur og er um 20 mm í ritningargreininni. Eins og sjá má af
ljósmynd, er steinninn illlæsilegur með köflum, einkum neðri
hlutinn vinstra megin, sem hefur veðrazt. Auk þess vantar í
flestar línurnar um miðjuna, og 9. línan er höggvin burt að
hálfu. Við eyðufyllingar var höfð hliðsjón af legsteini Halldóru
Guðbrandsdóttur, minningartöflu Ingibjargar Benediktsdótt-
ur og Þorláksbiblíu. Sumar eyðurnar verða ekki fylltar.30
Skammstöfunin neðst er mjög óljós, en er líklega Sapientia
(spekinnar bók) sem er meðal hinna apókrýfu bóka biblíunn-
ar.31
Kristín Þorláksdóttir er óþekkt nema á þessum legsteini.
Hún er sögð höfðingsjungfrú, og því virðist nærtækt, að hún
hafi verið dóttir Þorláks biskups Skúlasonar. Kona Þorláks hét
88