Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 92
SKAGFIRÐINGABOK
er Kristínar ekki getið meðal barna hans. Hugsanlegt er þó, að
hún hafi verið vangefin, á framfæri móður sinnar, og því ekki
hlotið arfshlut. Hún hefur tæplega verið yngri en 35 ára, þegar
hún dó og ekki eldri en fimmtug. Hún er að vísu kölluð jungfrú,
en það orð er líka notað á legsteini Halldóru Guðbrandsdóttur,
sem dó 85 ára gömul. Jungfrú merkir hér ógift kona, jómfrú.
Skrautið á legsteininum sver sig greinilega í ætt við verk Guð-
mundar Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð, en hann var einn
mesti listamaður sinnar tíðar hér á landi. A steininum er ártalið
1682, og getur það vel komið heim, því að Guðmundur var þá
enn í fullu fjöri. Þó að steinninn sé illa farinn, er þetta merkileg-
ur gripur.
10. Steinn Jóns biskups Vigfússonar og konu hans
Jón Vigfússon (yngri) var fæddur á Stórólfshvoli 15. september
1643, sonur Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns. Þeir Jón og Gísli
biskup Þorláksson voru systkinasynir, því að Kristín móðir
Gísla var systir Vigfúsar. Jón Vigfússon á einhvern litríkastan
feril allra íslenzkra biskupa. Hann lærði aldrei til prests; tók
próf í heimspeki frá Hafnarháskóla og varð sýslumaður í Borg-
arfjarðarsýslu 23 ára gamall. Skömmu síðar sinnaðist honum
við danskan skipstjóra í Straumfjarðarhöfn og hótaði „að skip-
herrann skyldi fá ólukku, og þeir skyldu ekki vel heim aftur
koma í sitt land.“32 Skipið fórst við Landeyjasand, og varð Jón
að sverja af sér ásakanir um galdur. Hann var loks dæmdur frá
sýslu 1672 fyrir ólöglega verzlun með tóbak. Hann sigldi þá til
Hafnar, að því er menn héldu til að ná sýslunni aftur. En öllum
til mikillar furðu kom hann þaðan aftur sem varabiskup á
Hólum. Var hann vígður í Skálholti sumarið 1674, af Brynjólfi
biskupi Sveinssyni, að boði konungs. Brynjólfi mun hálfvegis
hafa hrosið hugur við vígslu þessari, svo sem sjá má af vígslu-
textanum, sem hann valdi: „Hver sem ekki kemur inn í sauða-
húsið gegnum dyrnar, sá er þjófur og morðingi.“33
90