Skagfirðingabók - 01.01.1992, Síða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Fleiri brot fundust úr þessum steini, að sögn Hjalta Sig-
mundssonar, sem vann við að endurnýja fúna bitaenda í kirkju-
loftinu. Múrað var á milli bitaendanna með hellugrjóti, og mátti
losa það upp með kúbeini. Hjalti losaði upp grjót við þrjá bita
að sunnanverðu, og voru tveir þeirra nálægt miðjum vegg. Þar
komu í ljós tvö legsteinsbrot, sem hafa að öllum líkindum verið
úr þessum sama steini. Þau voru rauðleit með fægðu yfirborði
og strik meðfram kantinum. A öðru mátti greina tvo eða þrjá
bókstafi, en einn á hinu. Til er ógreinileg ljósmynd af öðru brot-
inu. Það virðist vera úr hægri kanti steinsins, og sjást á því staf-
irnir vs aftast í línu. Þessi brot voru sett aftur á sinn fyrri stað.
Legsteinninn er augljóslega eldri en 1760 fyrst brot úr honum
voru notuð í kirkjubygginguna. Og áletrun á latínu vísar á lærð-
an mann. Af biskupum kemur aðeins einn til greina, Björn Þor-
leifsson, sem dó 1710. Ekki hefur tekizt að finna grafskrift
Björns biskups í handritum, svo að ekki er hægt að staðfesta að
um stein hans sé að ræða.
Þó að Sabinsky kirkjusmiður virðist lítt hafa hirt um legstein-
ana á Hólum, eru steinar biskupanna undanskildir. Þeim var
hlíft og komið fyrir í kórgólfinu. En hvers vegna tók hann þá
þennan stein og braut hann niður eins og hvert annað bygging-
arefni? Líklega hefur steinninn verið skemmdur eða brotinn og
því ekki þótt á vetur setjandi. Einnig er hugsanlegt að brotið sé
ekki úr legsteini Björns biskups, þó að hér sé gert ráð fyrir að
svo sé.
Björn Þorleifsson andaðist 13. júní 1710, 47 ára gamall, hafði
þá verið biskup 13 ár og varabiskup 5 ár. Björn hafði í nokkur
ár fyrir andlát sitt haft einhvern skyrbjúgskenndan veikleika,
sem ágerðist svo, að dró hann til dauða. Þrúður Þorsteinsdóttir
kona hans mun hafa yfirgefið mann sinn nokkru fyrir dauða
hans og flutt sig að Víðivöllum, e.t.v. af ótta við smit. Eftir frá-
fall biskups fór hún aftur að Hólum og var þar tvö ár. Þegar hún
hafði skilað af sér staðnum í hendur nýjum herra, fluttist hún
alfarin að Víðivöllum og bjó þar til 1730. Þá brá hún búi sökum
104