Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 119
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
frægi maður), og Kristín, kona Hálfdanar Einarssonar skóla-
meistara á Hólum. Gísli biskup lézt að kalla snauður maður, og
ekki átti húsfrú Ingibjörg fyrir útför sinni, þá hún lézt 24. maí
1793, 84 ára gömul.65 Oll börn hennar voru þá látin. Ekki er vit-
að hvort hún var grafin innan kirkju eða í garði.
17. Steinn Jóns biskups Teitssonar og konu hans
A seinni hluta 18. aldarvirðistleggjastaf að jarðsetjabiskupaog
skyldulið þeirra innan kirkju á Hólum. Þau Jón biskup Teits-
son og Margrét Finnsdóttir eru síðasta þekkta dæmið. Koma
þar líklega til fjölskyldutengsl Margrétar við Skálholt, en þar
var haldið fast við þennan sið til aldarloka.
Jón Teitsson var fæddur 8. ágúst 1716 að Eyri í Skutulsfirði,
þar sem Isafjarðarkaupstaður er nú. Hann var fyrst prestur í
Otradal í Arnarfirði, en frá 1755 í Gaulverjabæ í Flóa. Eftir frá-
fall Gísla Magnússonar 1779, var hann boðaður til Kaupmanna-
hafnar og vígður til biskups á Hólum 7. maí 1780. Tók hann við
Hólastól um sumarið. Jón var tvígiftur, átti síðar (1758) Mar-
gréti, dóttur Finns Jónssonar biskups í Skálholti. Hún var því
systir Hannesar biskups í Skálholti, en þeir feðgar voru ein-
hverjir mestu fræðimenn sinnar tíðar hér á landi. Afkomendur
Hannesar settust flestir að í Danmörku. Er frá þeim komin hin
merka Finsensætt, m.a. ljóslæknirinn og Nóbelsverðlaunahaf-
inn Niels R. Finsen; Hannes biskup var langafi hans.
Þau Jón og Margrét nutu ekki lengi þeirrar tignar að sitja
Hólastól, því að Jón andaðist eftir rúmt ár í embætti, 16.
nóvember 1781, 65 ára gamall. Hefur hann setið stólinn einna
stytzt allra Hólabiskupa; verður að fara aftur til Brands biskups
Jónssonar (1263-64) til að finna eitthvað sambærilegt. I lík-
predikun síra Þorkels Olafssonar segir að Jón biskup hafi verið
„lagður til síns síðasta hvíldarstaðar, fyrir framan miðjar kór-
dyr í Hóladómkirkju."66
117