Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 124
SKAGFIRÐINGABOK
Steinn Árna biskups var 6 m fram undan kirkjudyrum á móts
við suðurvegg kirkjunnar eða litlu sunnar. Hann er útlendur, úr
rauðbrúnum kalksteini, stærð 191 X94,5 cm,þykkt 14 cm. Þetta
er veglegur og vel gerður legsteinn með strikuðum brúnum og
upphleyptum kringlum í hornum. Ofan við áletrunina er upp-
hleyptur lárviðarkrans, en neðst opin bók ofan á skálögðu blysi
og grein (eða vendi). Grafskriftin er á latínu, mjög fagmannlega
höggvin í steininn; latneskir upphafsstafir, stafastærð 28 mm,
nema í nafninu 64 mm. Steinninn virðist standast veðrun betur
en flestir aðrir legsteinar í garðinum; það sér sáralítið á honum
eftir tveggja alda blástur, bleytu og frost.
Árið 1800 kom út í Leirárgörðum ævisaga þeirra hjóna, Árna
Þórarinssonar og Steinunnar Arnórsdóttur, á kostnað sona
þeirra.71 Þar kemur fram, að Árni átti margt mótdrægt á
Hólum. Hann tók við staðnum í móðuharðindunum, 1784, átti
við vanheilsu að stríða og andaðist úr lungnatæringu 5. júlí
1787, tæplega 46 ára gamall. Hann áorkaði þó ýmsu í sinni
stuttu biskupstíð, enda var hann athafnamaður í eðli sínu. Ef
hann hefði lifað lengur við fulla heilsu, væri hann eflaust talinn
í röð merkustu biskupa. Hann var jarðsettur 19. júlí í Hóla-
kirkjugarði, eftir eigin fyrirsögn við leiði Þórðar sonar síns, sem
dó sumarið áður. I ævisögunni segir, að ekkjan hafi látið útvega
og yfir leiðið setja mikinn og vandaðan legstein, með grafskrift,
sem samin var „af biskupi Scönheider".72
Höfundur grafskriftarinnar, Johan Christian Schönheyder
(1742-1803) hafði frá 1782 verið stiftprófastur og sóknarprest-
ur við Vorfrúrkirkju í Kaupmannahöfn, en varð árið 1788
biskup í Þrándheimi. Árni hefur örugglega kynnzt honum vel í
vígsluförinni veturinn 1783—4, en einnig er hugsanlegt að þeir
hafi verið góðkunningjar allt frá námsárunum í Kaupmanna-
höfn. Allt um það lá beint við að leita til Schönheyders, þegar
útvega þurfti legsteininn. Þess má geta til gamans, að Schön-
heyder var langalangafi Daniels Bruuns höfuðsmanns, sem
samdi ritið íslenskt þjóðlíf í þúsund árP
122