Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 135
UM LEGSTEINA í HÓLADÓMKIRKJU
með fangamörkum Gísla Þorlákssonar og Gróu konu hans.87
Dr. Jón Steffensen taldi þetta vera kistu Gísla biskups.
Jón Vigfússon „var grafinn innankirkju í útbrotinu á múrn-
um bak við altarið, hvar hann sjálfur hafði sér legstað kosið.“88
Arni Magnússon lýsir þessu nánar og segir: „Mag. Jón Vigfús-
son var grafinn milli múrsins og kórsins (hvar hann hafði yfir
bygging gjöra látið, fyrr var það opið pláss).“89 Gröf Jóns hefur
því verið austast undir norðurvegg steinkirkjunnar.
Einar Þorsteinsson var jarðsettur „við kórdyr í Hólakirkju."
Gröf Einars hlýtur að hafa verið lítið eitt norðan við kórdyrnar,
undir norðurvegg núverandi kirkju. Ingibjörg Gísladóttir fyrri
kona hans var grafin „í kórnum, skammt innar frá biskupssæt-
inu.“ En um Ragnheiði Jónsdóttur síðari konu hans er aðeins
sagt, að hún hafi verið jörðuð „í kórinum hjá“, og síðan er eyða
í handriti.90 Líklega hvílir hún í námunda við eiginmenn sína.
Björn Þorleifsson var grafinn „norðan fram í kórnum yfir frá
leiði Einars biskups."91 Þeir Björn og Einar hafa hvílt hlið við
hlið undir norðurveggnum, á móts við skírnarfontinn eða litlu
vestar.
Steinn Jónsson og Valgerður Jónsdóttir: Ekki er vitað, hvar í
kirkjunni þau voru grafin. Gröfum þeirra virðist ekki hafa verið
raskað þegar núverandi kirkja var byggð.
Jón Teitsson og Margrét Finnsdóttir voru bæði grafin í
núverandi kirkju. Legsteinn þeirra er líklega sá eini, sem er þar
yfir réttri gröf. Þess er getið í visitazíu Jóns prófasts Hallssonar
frá 19.-23. nóvember 1860, að veturinn áður hafi líkkistur
þeirra hjóna „til að géta fyrst brotizt niður. . ., því legsteinninn
sé þá niður og gólfið í kring, svo ei varð umgángandi, og þurfti
því talsverðrar aðgjörðar við.“92
Að lokum má spyrja, hvort legsteinarnir hafi verið yfir rétt-
um gröfum á meðan Halldórukirkja var og hét. Eins og fyrr er
fram komið voru steinar þeirra Guðbrands biskups og Hall-
dóru konu hans yfir gröfum þeirra um eða fyrir 1630. Og árið
1755 var steinn Guðbrands enn yfir gröf hans, eins og sjá má af
133