Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 153
VÖÐ Á HÉRAÐSVÖTNUM
Djúpagilsvad. Var undan Djúpagili, vestan ár. Áin var þar oft
í tveimur kvíslum og með sæmilegum botni. Á haustin vætti
hún varla kvið á hestum, en mjög oft fær að sumrinu, þó illfært
eða ófært væri utar í dalnum.
Hrafnsurðarvað. Það er undan Hrafnsurð í vesturhlíð
dalsins, dálítið fyrir utan Keldudalsá. Vel fært í litlum vatna-
vexti, en töluvert lakara en Djúpagilsvað.
Vaðið hjá Hólnum. Allgott vað var fyrir framan Keldudalsá,
þar sem áin beygir til vesturs. Vaðið er nálægt Hólnum, sem er
hæð spölkorn fyrir framan Hvítá. Þetta var talið allgott vað. Á
því drukknaði Jón Þorsteinsson frá Leyningi árið 1852.
Pallagilsvað. Skammt sunnan við Pallagil var gott vað. Er það
nálægt beinni línu á milli Rústakofa og Geldingsárkofa. Varð-
mennirnir Hrólfur Þorsteinsson á Stekkjarflötum og Björn
Egilsson riðu þar oft yfir og náði oftast niðri, þó vöxtur væri.
Eyfirðingavað. Það er nokkru sunnar, eða þar sem lækurinn,
sem kemur úr Eystri-Pollum, rennur í Jökulsá. Það vað mun nú
orðið vera bæði grýtt og strangt.
Bugsvað. Svo kallar Björn Egilsson vað það, sem er fyrir
austan brúna, sem nú er fyrir fáum árum komin á Jökulsá á
öræfunum. Þetta vað er þar sem áin beygir suður fyrir Austur-
bug. Hún er breið þar og sandbotn og oft ekki nema í kvið. Reið
Björn ána víða þar í námunda og einnig vestan við Illviðris-
hnjúka, en þar er hún í kvíslum.
Strengur. I sóknarlýsingu Goðdala- og Ábæjarsókna frá 1840
er nefnt vað, er Strengur nefnist, utan við Skatastaði.10 Hér er að
líkindum átt við annaðhvort Randíðarhvammsvað eða Brenni-
gilsbrot. Sóknarlýsingin minnist ekkert á vöð á Jökulsá innan
við byggðina.
10 Sýslu- ogsóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags II, Skagafjarðarsýsla, Ak.
1954, bls. 84.
151