Skagfirðingabók - 01.01.1992, Qupperneq 157
ÞJÓÐSAGAN UM MANNSKAÐAHÓL
þessa tíma, á honum veltur hvort þjóðin lifir af í þessu blessaða
landi, en bjargræðistíminn er skammur. Islenzki veturinn lang-
ur og kannski leggst hafís að landinu. Það er núna sem þessi
trygging skal tekin. Heyið er flutt iðjagrænt í tóftirnar og
kannski safnast örlítið sólskin í sálina, þess mun síðar þörf.
Menn keppast við, en einhver beygur er þó í svip þeirra. Þeir
líta oft upp frá verki og þaulskoða sjóndeildarhringinn. Sézt
hefur torkennilegt skip á firðinum, sumir halda að þetta sé enskt
víkingaskip. Oljósar fréttir hafa borizt framan úr héraðinu um
fáheyrð ódæðisverk, konur hafi verið svívirtar, menn barðir og
jafnvel drepnir og búsmalinn höggvinn niður. Menn leggjast
þreyttir til hvíldar og biðja guð að forða sér og sínum. Svefninn
lætur þó á sér standa, hugurinn reikar milli vonar og ótta,
hvernig má forða sér, hvernig verjast; þeir koma ekki hingað,
ekki hingað.
En allt í einu er kyrrðin rofin. Hundarnir stökkva upp með
háværu gelti, en þagna fljótt með langdregnu skerandi ýlfri,
þegar víkingarnir hlaupa upp hólinn. Ef til vill var bóndinn veg-
inn í bæjardyrum sínum, ef til vill gátu einhverjir forðað sér,
þeir sem gátu hlaupið hratt, eða komizt á hesta. En ein var sú,
sem ekki gat flúið, átti ekki heimangengt: húsmóðirin lá á sæng
og hafði nýlega alið barn sitt. Með trylltu öskri hlupu víking-
arnir inn í lágreistan bæinn og skóku blóðug vopnin.
Eins og eldur í sinu fer fregnin um sveitina: þeir eru komnir,
komnir hingað, höfðu sézt fara að Hóli. Menn hópast saman á
afviknum stað, ræða málin; hvert fara þeir næst, þetta verður að
stöðva, hvað getum við gert? Þessir menn verða ekki vegnir
með orðum einum, meira þarf til. Þetta er fjölmenn víkinga-
sveit, þaulreyndir menn í ótal orrustum, búnir beztu vopnum
og verjum þeirra tíma. Hér sitja skagfirzkir bændur, bændasyn-
ir og vinnumenn óvanir vopnaburði, enda vopnlausir að kalla.
Sturlungaöldin er fjórum til fimm kynslóðum aftar í tímanum.
Eflaust hafa einhverjir þó átt vopn áa sinna og reyndar er allt
vopn á neyðarstundu, viðaraxir, ljáir, jafnvel pállinn og rekan.
155