Skagfirðingabók - 01.01.1992, Qupperneq 160
SKAGFIRÐINGABOK
sveinninn ungi veginn í vöggu sinni, móðirin liggur í rekkjunni
með afskorin brjóstin, allt er brotið, öllu spillt, búsmalinn
höggvinn niður. Og nú af stað!“
Bylgjan skellur á ræningjunum, margir þeirra lemstrast undir
trylltum hrossunum, aðrir hlaupa frá í ofboði lítt vopnaðir.
Allstór hópur nær þó vopnum sínum og verst af hörku. Fljót-
lega ná nokkrir þeirra hestum og þeysa inn ströndina í átt til
Hóla. Þar vita þeir landa sinn á biskupsstóli, þar talar réttlætið
ensku; þeim er komið utan með haustskipum. Orrustan berst
fram á lyngmóann nær vatninu. Ungur maður íturvaxinn og
knálegur, sonur enska foringjans, sér félaga sína falla einn af
öðrum. Aðrir flýja sem fætur toga út með vatninu, þar sem
kirkjan á Höfða er tveim bæjarleiðum norðar. Hann kastar
vopnum sínum og hleypur að vatninu og stingur sér til sunds,
og bóndasonur skagfirzkur þegar á eftir. Þeir synda hægum
föstum tökum. Langt framundan gnæfir Þórðarhöfðinn, þang-
að er stefnan tekin. Þeir synda, bilið milli þeirra alltaf jafnt. Þeir
taka land við Höfðann, þá er hlaupið; nú er bóndasonur ekkert
að flýta sér, heldur bara jöfnu, hann veit hvar förin endar. Loks
staðnæmist víkingurinn í þverhöggnum sjávarhömrum, lengra
verður ekki flúið, hann hvarflar augum til baka. Bóndasonur
nálgast hægum þungum skrefum. Að baki hans gnæfir Gust-
hnjúkurinn fyrir ofan bæinn á Hóli, hömrum girtur og hrika-
legur í miskunnarlausri tign sinni. Allt rennur saman fyrir aug-
um ræningjans, bóndasonurinn ungi og landið sem ól hann.
Hann bíður ekki lengur, tekur hinzta skrefið fram af brúninni;
tvö hundruð metrum neðar gælir lognaldan við bergfótinn.
Lágt yfir Málmeynni sendir kvöldsólin eldrauða geisla sína
yfir lygnan vatnsflötinn. Aðeins bjástur fuglanna truflar spegl-
unina undurfögru og silungurinn sem vakir með landinu. Fjöll-
in taka á sig skarpari svip, hamrariðin hið efra, drangar og stapar
loga í aftanskininu, ílangir dimmir skuggar í lautum og giljum.
Orrustunni er lokið. Svipþungir og hörkulegir standa bænd-
urnir umhverfis litlu torfkirkjuna á Höfða, þar sem flokkur vík-
158