Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 162
SKAGFIRÐINGABOK
Höfðaströnd. Dysjarnar, sem eru friðlýstar þjóðminjar, eru
rétt ofan vegarins. Þar skammt ofar í lynghallinu er Ræningja-
lautin og ber lítið á henni frá veginum.
Ennþá man ég óttatilfinninguna, sem byrjaði í hnakkagróf-
inni og hríslaðist niður eftir bakinu, þegar ég átti leið þarna um
eftir að skyggja tók. „Ekki hlaupa, ekki hlaupa, eitt skref í einu,
þú ert bráðum sloppinn“, sagði ég við sjálfan mig. Þessi ögun
hefur eflaust valdið því, að ekki hef ég fundið til myrkfælni
síðan. Svo fór forvitinn drengur að spyrja, og brátt greyptist
munnmælasagan gamla í huga mér, eins og hún hefur varðveitzt
frá einni kynslóð til annarrar þau 500 ár, sem liðin voru frá því
þessir atburðir gerðust. Og þessir atburðir gerðust vissulega,
þeirra mun getið í gömlum annálum.1 Eg hef ekki haft aðstöðu
til að leita uppi skrifaðar heimildir. Fyrir mér vakir aðeins að
skrá gömlu munnmælasöguna. Eg óttast að nú á tímum þjóð-
lífsbreytinga og fjölmiðlafárs skili hún sér ekki eins auðveldlega
milli kynslóðanna og áður var. Eg forðast að breyta nokkru í
frásögninni, né bæta neinu við er máli skiptir. Ódæðisverkun-
um á Hóli er lýst með sömu orðum. „Herbragð“ bændanna
1 Helztu heimildir um þessa atburði eru: íslenzkt fornbréfasafn IV, Kmh.
1895-97, bls. 477-79.
Jón Þorkelsson: Saga Magnúsarprúða, Kmh. 1895, bls. 15 og69. Þessi heim-
ild (vopnadómur) er frá 1581. Magnús Jónsson prúði getur þar um dráp 80
Englendinga á Höfðaströnd. Hann hafði áður verið eigandi jarðarinnar
Mannskaðahóls (Mannskapshóls, Mannslagshóls).
Alþingisbœkur Islands I, Rvík 1912-14, bls. 437.
„Skarðsárannáll." Annálar 1400-1800 I, Rvík 1922-27, bls. 55-56.
Jón Espólín: íslands árbœkur í söguformi, II. deild, Kmh. 1823, bls. 34.
Ljóspr. Rvík 1946.
Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 II, Rvík 1983, bls. 516.
Ólafur Davíðsson: tslenzkarþjóðsögur III, 3. útg., Rvík 1979, bls. 216.
Kristján Eldjárn og Jón Steffensen: „Ræningjadysjar og Englendingabein."
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1939, Rvík 1959, bls. 92-110.
Að sögn Kristjáns Eldjárns komu beinin í ljós þegar snjóa leysti vorið 1952.
Hann rannsakaði staðinn í júní það ár.
160