Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 169
Rimmugýgi sveiflar sá,
sauðir flýja undan honum.4
GANGNAMINNING
Fjórar síðustu vísurnar virðast vera úr einhverjum gangna-
mannabrag. Þrjár þeirra eru undir sama hætti og örugglega eftir
sama höfund. A þessum vísum veit ég engin deili frekar.
Ekki er hægt að segja að hljótt væri í þessum kofa, þar sem
hestahví, hundaspangól og kvæðalög runnu saman í eina kviðu,
sem hljómaði út í haustmilda nóttina. Hvenær ætla þessir menn
eiginlega að fara að sofa?, hugsaði ég, þegar klukkan var farin að
ganga þrjú um nóttina. Ætla þeir kannski alveg að sleppa því?
Afram var kveðið og nú farið með vísu, sem einhvern tíma hefur
verið ort í þessum kofa. Eg veit ekki um höfund hennar, en hún
er svona:
Hér í kofa Hálfdanar
hefur gleðin völdin,
því hollir dropar Heiðrúnar
hressa mann á kvöldin.
Það hefðu margir viljað eignast slíka geit sem Heiðrún var til
forna. I stað mjókur gaf hún af sér guðaveigar og var aldrei geld.
Loks upp úr þrjú komst svolítil værð á í kofanum. Ekki
minnist ég þess, að menn hefðu neinn sérstakan viðleguútbúnað
með sér. Hinir svonefndu svefnpokar munu ekki hafa verið
komnir til á þessum árum. Þar af leiddi að sjálfsögðu, að kuldi
sótti á menn. Sjálfur hafði ég þó með mér grátt gæruskinn og
4 Önnur vísan í þessari syrpu er eftir Jónas Jónasson bónda á Torfmýri o.v.
Pétur þessi var kenndur við Djúpadal. Kristinn, sem um getur í þriðju vísu,
bjó síðast á Ipishóli, Helgason. Þessa vísu og tvær hinar síðustu orti Stefán á
Höskuldsstöðum. Haraldsniður er Tryggvi Haraldsson vinnumaður í Sól-
heimum í Blönduhlíð. Héðinn er Skarphéðinn Eiríksson í Djúpadal.
167