Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 191
MINNINGABROT ÚR STÍFLU
hest, flutti heim á Dína sínum, en svo hét hestur hans, og gat nú
lagað tippið sitt.
Eins og þegar er frá sagt, var Jón, eins og fleiri nágrannar
okkar, mömmu hjálplegur fyrstu árin eftir að pabbi dó. Eins og
margir Fljótamenn sótti Jón sjóinn, fór í hákarlalegur seinni
hluta vetrar eða á skip, sem gerð voru út á þorskveiðar. Heyrði
ég talað um hann sem ágætan sjómann, kappsfulla aflakló og
geiglausan í hverri raun. Varð hann þó eitt sinn fyrir slysi á sjó
og missti við það litla fingur. Það var ekki fátítt á þorskveiðum,
að hásetar hefðu með sér félagsdrátt, venjulega tveir saman,
skiptu svo hlut til helminga þó svo að annar veiddi fleiri fiska.
Sennilega hafa þeir helst notað svona samvinnu, sem kapps-
fullir voru og lagnir að krækja í þorskinn, þurftu þá ekki að
keppa hver við annan.
Eitt sinn voru þeir saman á skipi, Jón og Páll Arngrímsson,
lengi bóndi í Hvammi, og höfðu félagsdrátt. Þá bar svo til, að
Jón veiktist og gat ekkert aðhafzt nokkra daga. Páll stóð við
færið eins og orkan leyfði. Þegar Jón tók að hressast og kom
með færi sitt, vék hann sér að Páli og segir: „Okkar félagsskap
er þá líklega lokið“ og var lítil gleði í svip og rómi, en Páll kvað
svo ekki vera, þeir mundu áfram fiska í félagi.1
A Stíflurétt er Einstakafjall (Drangafjall) í daglegu tali kallað
Drangar. Þar eru klettar, gil og tæpar skeiðar. Venjulega fóru
sömu menn þar í göngur ár eftir ár. Þarna er þó ekki torleiði á
auðri jörð og ófrosinni, fyrir þá sem vanir eru fjöllum og nokkr-
um bratta. En ef nokkuð spillist gangfæri var ekki allra að fara
þar um.
Eitt haust í fyrstu göngum var Jón settur í Dranga. Ef ég man
rétt, var veður og færi ekki gott, bleytuhríð, dimmviðri og snjór
til fjalla, ekki þó mikill. Jón bjó sig í göngurnar líkt og hann væri
úti á rúmsjó í fárviðri, klæddist sjóstakk sínum, sjóbuxum, sjó-
hatti og þungum leðurstígvélum. Þegar honum var bent á, að
1 Frásögn Páls Arngrímssonar.
189