Skagfirðingabók - 01.01.1992, Page 192
SKAGFIRÐINGABÓK
þetta væri ekki beint heppilegur búningur að fara í um Dranga,
tók karl því næsta fálega og sagði: „Mér er nefnilega andskotans
sama þó ég drepi mig.“ Svo fór þó ekki, og Jón skilaði sínum
göngum eins og aðrir.
Venjulega var Jón fremur fámáll og hnyklar í brúnum og gat
verið svarakaldur. En ekki minnist ég hans öðruvísi en mjög
þægilegum og viðræðugóðum. Þeir sem þekktu hann bezt hafa
sagt mér, að vel hafi hann borið skyn á broslega hluti og atvik
og þá oft hlegið dátt. Jón var umfram allt traustur maður, sem
í engu brást því sem honum var til trúað. Um hann á ég einungis
góðar minningar.
í febrúar 1983
V
„Þú ættir að kyssa hann Pálfyrirþetta“
Það bartil á vetrarkvöldi, að dyr voru knúðar í Háakoti. Faðir
minn fór til dyra og leiddi gestinn í baðstofu. Sá kom heldur
færandi hendi. Hann rétti móður minni pottkróka, þvöru með
alllöngu skafti og eldtöng. Allt voru þetta hinir þörfustu hlutir,
pottkrókarnir til að lyfta og taka niður potta af hlóðum, þvaran
(pottaskafa) til að ná skóf úr pottum og einnig til að hræra í
grautarpottum til varnar því, að skóf settist í botninn og eld-
töngin til að hagræða eldsneyti, þegar var verið að sjóða matinn.
I þá daga var svo til eingöngu notaður mór og sauðatað.
Mér fannst sem þessir gripir kæmu mömmu nokkuð á óvart,
hefur sennilega ekkert vitað um að pabbi hafði pantað þá, enda
sagði hann við mömmu: „Þú ættir að kyssa hann Pál fyrir
þetta“. Ekki lét hún af því verða, en þakkaði honum vel fyrir.
Föður mínum færði hann heynál. Maðurinn var Páll Guðvarð-
arson á Melbreið. Hann stóð fyrir búi með foreldrum sínum,
sem voru gömul orðin og lítt vinnufær, ásamt Jóni bróður
sínum. Páll var einhleypur, og auk bústarfa stundaði hann
190