Skagfirðingabók - 01.01.1992, Side 195
ATHUGASEMDIR OG LEIÐRÉTTINGAR
Sá háttur hefur verið hafður á í Skagfirðingabók að birta
athugasemdir og leiðréttingar í þriðja hverju hefti, þeim sem
nafnaskrár fylgja. Ekki er þó hirt um meinlitlar prentvillur.
Stefanía Helga Sigurðardóttir í Efra-Ási sendir athugasemd
við vísu, sem prentuð er á bls. 150 í 18. hefti og skráð var eftir
Kristínu Sölvadóttur, Sauðárkróki, en hún nam af Stefaníu
Ferdínandsdóttur, móður sinni. Steinn Stefánsson í Neðra-Ási
(1882-1954) hefur skráð þessa vísu ögn á aðra lund og eignar
hana Herdísi Einarsdóttur, Gautastöðum. Tvö fyrstu vísuorðin
hljóða svo í uppskrift Steins og eru skáletruð þau orð sem víkja
frá þeirri útgáfu, sem prentuð er í Skagfirðingabók:
Fæðast, gráta, reifast ruggast,
ræktast, berast, stauta, gá.
Leiðrétting hefur borizt frá Kristmundi Bjarnasyni á Sjávar-
borg við grein Ur gömlum blöðum í 18. hefti, bls. 183-84. Björg
Bjarnadóttir fékk ekki Borgargerði „upp í kaup“ eða „í laun“
eins og segir þar og mun tekið eftir Skagfirzkum æviskrám
1890-1910, bls. 249. Elínborg Pétursdóttir, móðir Péturs Sig-
urðssonar, gaf sonarsyni sínum, Sigurði, síðar sýslumanni,
kotið, og lét hún þinglýsa því á nafn Sigurðar 1873. Það er og
sízt ofmælt, að móðir Péturs Sigurðssonar á Sjávarborg hafi
verið „talin fyrir búinu um skeið,“ því að jörðin var á hennar
nafni frá árinu 1868 til dauðadags hennar, 1886, og Elínborg
ávallt talin ábúandinn.
13 Skagfirdingabók
193