Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 3
MULAÞING
1. HEFTI - 1966
Ritnefnd: Ármann Halldórsson Eiðum (ritstj.), Björn Sveinsson Egilsstaða-
kauptúni, Benedikt Björnsson Búðum Fóskrúðsfirði, Jón Björnsson Skeggja-
stöðum Jökuldal, Sigurður O. Pólsson Skriðubóli Borgarfirði.
Afgreiðslumaður: Björn Sveinsson. — Utgefandi: Sögufélag Austurlands.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f., Akureyri.
Sögufélag Austurlands
Félag það, sem stendur að útgáfu ritskorns þessa, kallast Sögufélag Aust-
urlands. Það leit dagsins ljós 19. september í fyrra, eftir að Benedikt frá
Hofteigi þeysti um hlaðið og vakti svefnþunga drótt. Sitthvað um útgáfustarf-
semi um sögu Múlaþings hafði að vísu verið að velkjast í huga sumra, en
ekki orðið framkvæmd á.
Annars er það tilætlun forgöngumanna að lialda til haga ýmsu af sögusviði
landshlutans og úr samtíð, það sem þeim finnst verðskulda geymd í rituðu
máli og prentuðu, jafnvel stuðla að varðveizlu ytri menja. Rétt þótti að fara
í upphafi af stað með rit. Því er ætlað að verða ársrit, þótt ekki sé getið í titli
þess, því að allur er varinn góður. Fari svo, að því verði vel tekiÖ og félagiÖ
brýnist til starfa, má vera, að eitthvað af því, senr er á sveimi í hugarheimum
félagsmanna, verði að veruleika; átt við útgáfustarfsemi aðallega.
Um innihald þessa heftis er fátt að segja. Efni þess er dregiÖ að úr ýmsum
áttum og er frá ýmsum tímum; er þó mestmegnis frá Vopnafirði, Héraði og
Seyðisfirði. Enn skortir á æskilega þátttöku í félaginu, einkum sunnan Fá-
skrúðsfjarðar. Skrifuð voru að vísu boðsbréf í fyrrasumar í öll byggðarlög
jafnt, en þess er víst ekki að vænta, að menn rjúki upp til handa og fóta,
þótt þeir fái eitt fjölrita? éf. Reynt verður að slægjast eftir þátttöku og
efni af þeim slóðum, þegar farið verður að sanka saman í næsta hefti.
Svo skal þakka öllum þeim, sem hafa greitt hag þessa fyrirtækis, hvort
heldur með penna eða öðrum hætti.
Á. H.