Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 5
INDRIÐI GÍSLÁSON FRÁ SKÓGARGERÐI:
Gamla brúin á Lagarfljóti
Frá vegamótum ofan við Egilsstaðabæ er tveggja kílómetra veg-
ur að eystra sporði Lagarfljótsbrúar. Leið þessi liggur eftir renn-
sléttu nesi og eru á vinstri hönd kornakrar og tún þeirra Egilsstaða-
bænda; á hina flugvöllurinn með stöðugum dyn járnvængjaðra
flygilda. Fjöldi streymir til og frá þessu austfirska umferðahjarta.
Sumir hverfa í átt til kauptúnsins, austur; aðr.ir snúa vestur til brú-
arinnar. A móti koma vagnar norðan um sveitir, sumir allt um
Biskupsháls. — Hingað liggja allar leiðir austanlands og fjalagólf
hinnar breiðu brúar stynur undir hjólum nútímans, þeim sem knú-
in eru hraðar og hraðar. —• Brúin stynur, en bifast hvergi því hún
hvílir á steinstólpum sem nútíminn fékk henni í fótastað.
Þar, sem brúin er, heitir á Einhleypingi og var þar áður fjölfar-
inn ferjustaður og vað á Lagarfljóti, enda í miðju Héraði. Teygist
héðan upp Lögurinn lygn og djúpur, en í norður liðast Fljótið
mjólkurhvítt og næsta straumlítið; rennur dreift út frá vaðinu,
kvíslast um skógarhólma og hverfur fvrir lága ása.
Þarna, á Einhleypingi, hefur nú í rösk sextíu ár staðið eina brú-
iii á Lagarfljóti. Þessi brú var upp'haflega byggð á staurum og var
lengst brú á landi hér, 310 metrar milli stöpla. Stóð sú brú betur
°g dugði lengur en margan órað.i fyrir í fyrstu. — En sögu þeirrar
gömlu staurabrúar er nú lokið. Eins og allir vita var ný brú sett á
Einhfeyping fyrir fáum árum. Er hún hið mesta mannvirki, voldug
°g glæsileg á að líta, enda ekkert til sparað af dugmiklum smiðum
með tækni nútímans sér til fullting.is.
Það er þó ekki ætlunin að fjölyrða hér um þessa nýju samgöngu-
bót. Flestir lesendur munu hafa heyrt af henni sagt og hún á eftir
að standa til gagns og augnagamans ferðalöngum um ókomin ár.