Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 9
MÚLAÞING
7
samþykkja lög um brúarbyggingu á Lagarfljóti og leggja fram nauð-
synlegt fé úr landssjóði til þess verks. Segir Þorsteinn Erlingsson
í frásögn af þessum fundi að „brúin átti þar marga og heita vini
sem vænta mátti, enda væri það hrein og bein þjóðarsmán að láta
þennan farartálma, þetta meinsára píslarvætti manna og dýra, vera
þar lengi héðan af afskiptalaust á almannafær,i.“ Og enn segir hann
að „allir voru nú vongóðir um að þessari ánauð mundi nú brátt af
létta og báru hið besta traust til þingsins þar sem málstaður var
svo góður og nauðsynin jafn auðsýn.“
Annað varð þó uppi á teningnum þegar suður að Austurvelli
kom. Séra Einar Jónsson bar þar að vísu fram frumvarp til laga
um að þegar yrði hafist handa um brúarsmíðina, en hinum vísu
þingskörungum þóttu þar ýmsir agnúar á vera. Þau voru þá orðin
afdrif tillagna þeirra sem verkfræðingur landsins hafði gert að
þær höfðu verið sendar dönsku stjórninni og sérfræðingum henn-
ar til umsagnar. Sá er nefndur Windfeld Hansen er um þær fjallaði,
danskur verkfræðingur sem hérlendis hafði áður verið og komið
við sögu ýmsra brúa. Er skemmst áf að segja að Hansen þessi kvaðst
alls ekki geta mælt með því að þessi brú yrði byggð, nema til kæmu
frekari rannsóknir á brúarstæðinu, einkum botni fljótsins. Hann
áleit einnig heppilegra að hún yrði sett utar þar sem hún yrði ódýr-
ari; v.irtist ekki láta sig það miklu varða þótt íslenskir menn riðu
nokkurn krók á ferðum sínum.
Á alþingi urðu þegar nokkrar umræður um málið og var sett
nefnd til að í'huga um þessa brú og nokkrar aðrar sem Sigurður
Thóroddsen hafði teiknað og lagt fram áætlanir um; þar á meðal
var brúin á Jökulsá á Fjöllum hjá Ferjubakka. I nefndinni átti Einar
prestur á Kirkjubæ sæti og einnig sá þjóðkunni atorkumaður
Tryggvi Gunnarsson, sá er best hafði gengið fram er brýr voru sett-
ar á Olfusá og Þjórsá. Nefndin klofnaði; komst meiri hluti hennar
að þeirri niðurstöðu að fá ætti erlendan verkfræðing til þess að
athuga þessar brýr nánar þar sem undirbúningi þeirra virtist á-
bótavant í mörgu. Tryggvi Gunnarsson hafði forystu fyrir meiri-
hlutanum. — Einar á Kirkjubæ var einn á móti.
Mikill hiti hljóp nú brátt í umræðurnar, en þær snérust fljótlega
um það hvort erlendir menn hefðu meiri þekkingu á íslenskum