Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 10
8
MÚLAÞING
jökulvötnum, en þeir menn sem hér væru bornir og barnfæddir.
Þótti sumum sem verkfræðingi landsins væri hér sýnt hið mesta
vantraust. — Hann átti þó á þingi nokkra trausta málsvara. Bróðir
hans, Skúli Thóroddsen, var ekki myrkur í máli um þetta efni:
deildi hann fast á Tryggva Gunnarsson og kvað landsverkfræöing
eiga að standa íslenskum yfirvöldum reikningsskap, en ekki skyld-
ugan að sýna bráðókunnugum útlendingum teikningar sínar og til-
lögur. Séra Einar barðist fyrir Lagarfljótsbrúnni með hnúum og
hnefum, en þar kom þó að frumvarp hans var fellt — á jöfnum
atkvæðum.
Þrátt fyrir þetta áfall tókst þó þingmönnum Austfirðinga að fá
brúnni smeygt inn á fjárlögin fyrir tvö næstu ár. Þar veittist stjórn-
inni heimild til að veita ailt að 75 þúsund krónum til byggingar
Lagarflj ótsbrúar.
Næsta sumar kom svo hinn erlendi sérfræðingur yfirvaldanna.
Var það norskur verkfræðingur og hét Barth. Ekki skulu hér raktar
athafnir þessa manns, en það varð úr að brú á Lagarfljóti skyldi
standa á Einhleypingi svo sem ætlaö hafði verið. Sýnist raunar sem
Barth hafi mjög lítið vikið frá teikningu og tillögum landsverk-
fræðings, — og fyrir lítið kom rannsókn hans á fljótsbotninum
sem hrátt mun greint verða.
Eftir þetta gekk málið eins og í sögu. Stjörnarvöldin lögðu sjálf
fram frumvarp á Alþingi 1899 um að smíða brúna eftir tillögum
Barths og var það samþykkt umræðulítið og staðfest af konungi
sem lög, þann 9. febrúar árið 1900. Munar því ekki miklu að Lag-
arfljótsbrú sé á pappírnum jafngömul 20. öldinni.
* *
En Lagarfljótsormurinn var ekki sigraður enn. Baráttan við hann
stóð fimm næstu árin og valt á ýmsu. — Það varð fyrst ráð lands-
stjórnar.innar að semja við danskt félag um öflun efnisins og smíði
brúarinnar. Sá samningur hefur sennilega verið tiltölulega auðvelt
verk, en úr því létu erfiðleikarnir ekki á sér standa.
Fyrsta vandamálið var að koma efninu á sinn stað, utan úr lönd-
um upp að Einhleypingi, en að því var ekki auðhlaupiö. Fljótsdals-
hérað er hafnlaust eins og kunnugt er. Verður að sækja til hafna