Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 11
MÚLAÞING
9
um erfiSa fjallvegu til Austfjarða. Er þar um marga staði að velja,
en helstu hafnir Héraðsbúa hafa löngum verið við Seyðisfjörð og
Reyðarfjörð. Var nú það ráð tékið að skipa brúarefninu upp á
Reyðarfirði. Þá var enn eftir erfiðasti áfanginn, upp á Hérað. Sú
leið er um Fagradal. Þar um Liggur nú einn besti akvegur austan-
lands og verður farinn á skammri stund í góðum bíl. Aldamóta-
árið var þessu ekki til að dreifa. Þá var Fagridalur Iöng leið lesta-
manni, nærri heil dagleið byggða í milli, og þar var ekki einu sinn.i
ruðningur fyrir hestvagna.
Sérstaklega var erfitt að flytja stórtimbur svo langa leið á hest-
um og var það ráð helst að draga trén eða aka þeim á ísum. Var
þá sett sleðagrind undir annan enda trjánna og hesti beitt fyrir. Má
nærri geta að tafsamt reyndist að flytja urn langan fjallveg svo mik-
ið timbur. Það var Tuliníus kaupmaður á Eskifirði sem tókst á
liendur að sjá um þessa flutninga og þóttu þeir takast furðu greið-
lega; var mest efnið komið á Fljótsbakkann snemma vors 1902.
Þeir dönsku menn sem sjá áttu um smíðina tóku þá þegar til
óspilltra málanna að reka hin löngu tré niður í botn fljótsins. Dag
eftir dag strituðu menn við að draga upp þungan fallhamarinn,
en illa gékk að finna fastan botn á Einhleypingi. Allt fram í júlí-
byrjun mátti heyra slög hamarsins, en þá þögnuðu þau skyndilega.
Var þó brúarsmíð hvergi nærri lokið. — Þar haíði þá komið lands-
verkfræðingur, Sigurður Thóroddsen, og lét hann þegar stöðva
verkið; taldi hér stefnt í mikla ófæru og fann það helst til að undir-
stöður væru of veikar þar sem þær hefðu ekki hlotið nægilega festu
þegar komið var að hinni fyrirhuguðu hæð brúarinnar. Þótti nú
mörgum sem Barth hinn norski hefði hrapallega misreiknað sig.
Framkvæmdir lógu nú niðri um sinn og sátu Héraðsbúar með
sárt ennið, en ormurinn óunninn. Sárast hefði þó mátt vera enni
landsstjórnarinnar þar sem hún hafði hafnað tillögum verkfræðings
sms, en fengið til ókunnuga útlendinga að sjá um verkið.
INú var ekki um annað að ræða en afla meira efnis, kaupa lengri
O'é og skeyta á þau sem þegar voru rekin niður. Hlaut þetta að
hleypa fram kostnaði og var á Alþingi sumarið 1902 veitt viðbótar-
Lé til að ljúka verkinu. Þetta nýja efni var komið til Reyðarfjarðar
um óramótin 1902—-’03 og átti nú að taka til við að tosa því upp