Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 14
12
MÚLAÞING
séra Þórarinn Þórarinsson prestur ó Valþjófsstað með íslenskan
fána.
Vígsluræðu flutti Klemenz Jónsson landritari, fulltrúi landsstjórn-
arinnar, sem afhenti Austfirðingum þessa dýru brú. Sá hann í anda
þá miklu samgöngubót og framför sem að henni yrð.i þegar vegir
teygðust frá henni í allar áttir um blómlegar byggðir.
Þess má geta að í sömu ferðinni vígði Klemenz einnig brúna á
Jökulsá í Axarfirði (19. sept.) og þann 9. sama mánaðar vígði sjálf-
ur ráðherrann, Hannes Hafstein, brúna á Soginu. Er þetta líklega
einhver mesti brúarvígslumánuður í sögu landsins.
* *
Frá vígslu Lagarfljótsbrúar hinnar fyrstu eru nú liðin rösk 60
ái og hefur margt vatn undir hana runnið í þess orðs fyllstu merk-
ingu. — Brúin reyndist sérlega traust og hróflaði Fljótið — eða
ormurinn — aldrei neitt að ráði við undirstöðum hennar þótt
stundum þyrfti að gera við hana ofan vatns. Þessar undirstöður
þoldu líka undravel þá miklu byltingu sem varð í samgöngumálum.
Þær urðu að taka á sig miklu meiri þunga en nokkurn af smiðum
hennar gat órað fyrir árið 1905. — Og enn gera þær sitt gagn því
slöplar hinnar nýju brúar eru steyptir utan um þær.
— Nú er öld stórvirkjana og álverksmiðja og okkur hættir oft til
þess að líta smáum augum þær framkvæmdir sem ekki voru unnar
með jarðýtum og stálslegnu vélarafli. Okkur er þó hollt að minnast
þess annað veifið að sú kynslóð sem brúaði stórfljót landsins um
síðustu aldamót var einn.ig stórhuga, og vann sin þrekvirki se;n vel
má jafna til okkar tíma. Þar voru brautryðjendur á ferð í öllum
skilningi. Þeir skildu okkur, afkomendum sínum, eftir traustar
vegabætur og þeir stigu fyrstu skrefin á þá braut framfara og fram-
kvæmda sem síðan er stórvirkjum vörðuð.
(Helstu heimildir: Alþingistíðindi, seyðfirsku blöðin, Austri og Bjarki, o. fl.).
(Að stofni til útvarpserindi flutt um svipað leyti og gamla brúin var rifin,-1. G.)