Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 16
BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI:
Krossavík í Vopnafirði
Eitt af því, sem vekur athygli í landnámssögu íslands, er, að hér
koma menn, sem kenna bæi sína við krossa, og örnefni kennd við
krossa verða hér mörg í landinu á svokallaðri landnámstíð. Hér er
þó um heiðna menn að ræða, sem ekki þekkja „krossins tákn“ í
sínum hugmyndaheimi, þótt þeir þekki krossinn í sinni gjörð. Kem-
ur ekki til mála, að þeir láti hann tákna eitt eða neitt, sem heyrir til
þeirra lífi. Hér gefst manni sú hugmynd, að fyrir landnám hafi
dvalið hér fólk, sem þekkti krossins tákn, og þetta fólk hafi kann-
að landið og helgað það með krossins tákni. Um þetta fólk reyndar
vitum við í sögunni, en reynum að fjarlægja það í áhrifum á ör-
lagasögu þjóðarinnar af heimskulegu stærilæti um hróður heiðinna
manna, meira og minna lítt siðaðra, en með sterkar lífsvenjur.
Það, sem nú var sagt, sést glöggt a'f því, að þessi krossaörnefni
eru hringinn í kringum landið, ef til v.ill með nokkru jöfnu milli-
bili, og fjöldi þeirra er kunnur í sögu fyrir ár 1000, að hér kom
kristni í land. Er það að vísu svo, að nokkur hluti landnámsmanna
var kristinn og hefur haft uppi krossins tákn í hugmyndaheimi sín-
um, eins og Auður djúpúðga, sem reisti krossa á hól við bæ sinn,
og af þeirra háttum gátu krossaörnefnin orðið til. Langflest krossa-
örnefni fylgja ströndinni og virðast eins og ljúka upp slóð manna,
sem fara um'hverfis landið til að reisa krossa í krossins tákni hins
kristna manns. Einn landnámsmaður kemur þar að landi, sem hann
kallaði Krossavík, innarlega á austurströnd Vopnafjarðar, og reisir