Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 27
múlaþing 25
son, sonur Gísla Oddssonar. Ekki þekkjast lians afkomendur. Næst
er það bændatal Skúla fógeta 1753. Nú er Krossavík í eyði, eins
og hálf sveitin. Harðindin, sem byrjuðu 1742 og náðu til 1757,
eru ein hin allra afdrifaríkustu harðindi, sem sagan getur um. Árið
1757 lifðu eftir 6 ær á Hofi, gjörféllu kúgildi staðarins, og prestur-
inn, séra Guðmundur Eiríksson, varð að segja af sér prestsskap.
Allt veður í skuldum við Hörmangarafélagið 1758, og menn gefa
upp hag sinn á manntalsþingi, örfáar kindur, oftast 1 kýr gömul,
1—2 hestar gamlir, og þar fram eftir götunum er efnahagurinn,
fæstir borgunarmenn fyrir sínum skuldum, sumir dauðir félausir.
Hellisfjörubakkar eru einnig i eyði, en hjáieigurnar báðar í byggð.
Á ytri hjáleigunni býr Rafn Eiríksson, ættaður að norðan, en kona
hans er Þorbjörg Jónsdóttir, dótturdóttir séra Ólafs á Refsstað.
Dóttir þeirra, meðal annarra barna, er Guðrún, kona Ekru-Bjarna,
heljarmennis og ættföður. Sonur Ekru-Bjarna var Jón faðir Jóns
í Hlíðarhúsum föður Jóns alþingismanns á Sleðbrjót; systir Jóns
í Hlíðarhúsum var Þorbjörg móðir Guðrúnar í Syðrivík, konu Jó-
hannesar. Á fremri hjáleigu býr Ögmundur Ásmundsson, f. eftir
1703, bjó í Böðvarsdal 1732, hreppstj ór.i, en ætt hans og afkomend-
ur eru óþekkt fólk. Þó gæti Vigfús í Skógum um 1780 verið sonur
hans, faðir Þorsteins, föður Þorsteins á Ljósalandi, föður Stefaníu,
móður Vilhelms beykis. Stjórnskipaða bændatalið 1762 er næsta
upplýsingin um bændur í Krossavík. Þar býr nú Jón Kjartansson,
sonur Kjartans á Egilsstöðum 1703 Jónssonar, en móðir Jóns var
Vigdís Einarsdóttir prests á Ási Jónssonar klausturhaldara í Skriðu
Björnssonar sýslumanns á Bustarfelli Gunnarssonar. Jón er faðir
Ingibjargar konu Sigurðar Þorgrímssonar Oddssonar, og er því
honum jafnkynsæll. Hann bjó í Syðrivík 1753. Ögmundur Ásmunds-
son býr enn í fremri hj áleigunni og nýbúinn að segja af sér hrepps-
stjórn og telst aldraður. Jón Kjartansson hefur eitthvað af hús-
mennskufólki, m. a. Sigurð Þorgrímsson, sem tók við hreppsstjórn-
inni. Árið 1770 seg.ir hann af sér hreppsstjórn og telst heilsubilað-
ur, og dó stuttu síðar frá 8 börnum í ómegð. Málfríður systir Ingi-
bjargar, sem átti Jón Rafnsson Eiríkssonar, ól upp tvö börnin. Þau
bjuggu þá á Vindfelli og voru barnlaus.
Þetta ár, 1762, í þessu lögskipaða manntaii, eru taldir allir eig-