Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 28
26
MULAÞING
endur jarða, og nú teljast eigendur að Krossavík Torfi Pálsson og
Ragnheiðar Pálsdóttur. Þetta er án efa Torfi sonur Páls prests A-
mundasonar. Hann bjó í Stóra-Sandfelli og var kallaður heimski
Torfi, því að hann hafði farið í skóla og ekki komizt fram í námi
eða hætt því. Hann er 14 ára með foreldrum sínum á Kolfreyjustað
1703, svo að nú er hann 73 ára, þetta umrædda ár. Ragriheiður er
ekki talin með börnum Páls prests, en efiaust er þessi Ragnheiður
dóttir hans og gat verið annars staðar 1703, en þar eigi talin Ragn-
heiður dóttir Páls prests. Páll prestur Ámundason dó 1709, og
hefur þá Torfa skipzt Krossavík úr búi hans, og er liann því búinn
að eiga Krossavík alla öldina að þessum tíma. Páll prestur átti ann-
an son, og reyndar þann þriðja, er dó ungur nývígður aðstoðar-
prestur, Ámundi að nafni, en sá hét Guðmundur, er hér um ræðir.
Hann gerðist prestur eftir föður sinn á Kolfreyjustað, og gerðist
einn með efnuðustu mönnum í landinu. Guðmundur prestur átti
Þórunni Pálsdóttur, prests á Valþjófsstað, Högnasonar og Þóru
Stefánsdóttur prests og skálds í Vallanesi Olafssonar. Þau áttu m. a.
dóttur, sem Þórunn hét. Hún giftist Pétri sýslumanni Þorsteinssyni
á Ketilsstöðum, og voru þeirra synir Sigurður skáld og Guðmund-
ur sýslumaður í Krossavík. Björg dóttir Péturs átti fyrst Guttorm
Hjörleifsson prests á Valþjófsstað, en missti hann 1772. Hétu dæt-
ur þeirra Þórunn og Oddný. Guðmundur sonur Péturs var nú að
byrja skólagöngu, en 1767 fékk Pétur leyfi til að taka Guttorm
tengdason sinn fyrir aðstoðarsýslumann, en er hann lézt, sem áður
segir, hafði Guðmundur lokið laganámi og gerðist aðstoðarsýslu-
maður föður síns 1773. Pétur bjó enn á Ketilsstöðum, og nú varð
að fá hinum unga sýslumanni staðfestu. Nú áttu þar frændur í
hlut, sem Krossavík var í Vopnafirði, og ef til vill hefur þessi Ragn-
beiður gefið Guðmundi sinn part í jörðinni. Guðmundur eignast
Krossavík, og hefur eflaust keypt eignarhlut Torfa af erfingjum
hans. Dóttir Torfa var m. a. Guðlaug, móðir hinna sterku Hafnar-
bræðra. Páll hét sonur Guðmundar prests á Kolfreyjustað. Hann
var prestur á Kirkjubæ og síðan í Vallanesi. Hann átti dóttur, sem
Þórunn hét, og hennar fékk nú Guðmundur sýslumaður. Ekki verð-
ur nú vitað, hvenær Guðmundur setti bú í Krossavík, en það mun
ekki hafa orðið fyrr en 1777, þótt hann sé í Æviskránum talinn að