Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 30
MÚLAÞING
28
ur Skriðuklausturs og Suður-Múlasýslujarða. Fleiri börn áttu þau,
er dóu ung.
Hinn 5. október 1785 andaðist Þórunn Pálsdóttir, og er hún þá
talin 27 ára að aldr.i. Ef hún hefði gifzt 1774, hefði hún aðeins
\erið 16 ára, og er það ekki trúlegt, og mun önnur hvor talan eigi
rétt og kannske hvorug. Guðmundur kvæntist aftur 1788, Þórunni
dóttur Bjargar systur sinnar og fyrra manns hennar, Guttorms
sýslumanns Hj örleifssonar, er fyrr gat. Var hún þá tvítug að aldri,
en Guðmundur fertugur. Þurfti hann konunglegt leyfi til þessa ekta-
skapar og kostaði mikið fé. Eru þessi giftumál Guðmundar állund-
arleg, en það virtist orðinn sjúkdómur í þessu fólki að ékta ekki
nema nána frændur, og hélzt það lengi síðan, þó með mörgum und-
antekningum. Kirkj ubókin getur um barnsburði í Krossavík á
þessum árum, en ekki hefur það verið nánar rannsakað. Elzta barn
þeirra hjóna, Guðmundar og Þórunnar Guttormsdóttur, var Gutt-
ormur, f. 1791, gull- og silfursmiður, og bjó í Krossavík. Næst
var Pétur, vangefinn, og dvaldi lengst á Hofi, d. 1836. Þá var
Þórunn María, f. 1794, þá Þorsteinn, f. 1798, þá Sigríður og Elsa
Birtha, tvíburar f. 1801, og yngst Oddur, f. 1806. Hann lærði og tók
stúdentspróf, en fékk ekki réttindi til embættis og hjó í Krossavík
til dauðadags. Verður þessara barna flestra enn við getið. Guð-
mundur sýslumaður fékk ekki gott orð, eiginlega hið versta orð.
Hann gerðist auðmaður, sem von var, þar sem hann erfði mikið
fé eftir foreldra sína, og var búsýslu- og fjárgæzlumaður mikill.
Ekki er gott að gera sér þess grein, á hverju þetta orðspor byggist,
en helzt er svo að skilja, að miskunnarlaus harðdrægni í skiptum
við menn hafi mestu valdið. Ymislegt má þó með sönnu skoða í
fari hans, sem á nútímamælikvarða er vel um hann og jafnvel
hnekkja þjóðsögum, sem áttu að sýna hið gagnstæða. I þjóðsögum
skráir Torfhildur Hólm, að karl einn sat á krossgötum og bað guð
þess hástöfum að láta ekki sýslumanninn deyja. Sýslumaður kom
þá að og spurði, livað þetta ætti að þýða. Karl gaf þá skýringu,
að faðir hans hefði tekið við sýslumennsku af sínum föður, og hefðu
þeir reynzt hvor öðrum harðdrægari. Svo hefði hann tekið við af
honum, og hefði reynzt þeim báðum verri, og ef svo héldi áfram
• að versna, gætu þeir ekki fengið neinn annan en djöfulinn, en hann