Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 31
MÚLAÞING
29
vildu þeir ekki fá fyrir sýslumann í Norður-Múlasýslu, og því bæri
að óska þess, að hann lifði sem lengst. Ekki eru nöfn nefnd, en hér
er aðeins um þessa sýslumenn að ræða, sem um er talað í þessu
niáli. Fram um aldamót 1900, virtust gamlir menn ekki hafa aðra
skýringu á láti Guðmundar sýslumanns í erlendri borg en að fjand-
inn hefði sótt hann í öllum hamsi. Yiðskipti Guðmundar sýslumanns
við einstaka menn verða nú ekki skoðuð fyrir heimildaleysi, svo
sem aðbúð hans við landseta, en hann eignaðist fjölda jarða, og
sumar eigi með sem drengilegustum hætti, að því er sagnir herma.
Sumt af viðskiptum hans við einstaka menn blasir þó við í embætt-
isfærslu hans, og það er satt, að hann virðist ganga nokkuð ríkt
eftir sökum, enda áttu sýslumenn hálfan sakeyri móti kóngi, svo að
þetta var persónuleg tekjulind og Guðmundur ekki einn um það
að hafa áhuga á slíkum gróða. Þar sem hann bókar dóma, er orða-
lag hans kalt, stift og fráhrindand.i, og hefur maðurinn sennilega
verið mikill drumbur í framgöngu, og hefur það verið metið hon-
um til hroka, og sjálfsagt hefur hann haft byrði gnóga af þeirri
vöru, en það var heldur eigi einstakt um hann, því að gikkir Dana
í embættum á Islandi eru fáir Ijúflingar íslenzkrar sögu af sínum
framgangsháttum v.ið almúga. Ekki lá það heldur eftir Guðmund
að leggja neitt af auði sínum fram til almúgaheilla, eins og Björn
Pétursson á Bustarfelli gerði, sem gaf fátækum í Vopnafirði jarð-
eignir, og getur það stafað af því, að Guðmundur lifði ekki fram
á samvizkubitsaldur, eins og Björn sýslumaður gerði. Efalaust þyk-
ir fólkinu sá embættismaður beztur, sem lætur lögin gilda, hverjir
sem fyrir verða, og það gerir Guðmundur svo lengi sem sökin er
á því stigi, að snertir hag hans, en síðan finnst honum ef til vill, að
lögin eigi að vera öðruvísi, og þá getur Guðmundur farið á snið-
götu, ef til vill til að græða. I þessu felst samt það, sem bezt má
segja um Guðmund. Hann virðist eins konar arftaki Hansar sýslu-
manns Wíums í liðsinni við sakamenn, eða kannske til að snúa
sakamálum sér í vil, og verður það þó ekki alltaf. Þegar sauðaþjófn-
aðurinn kom upp á Egilsstöðum 1782, er einn af sárfáum sjálfs-
eignarbændum sveitarinnar, prestssonurinn frá Skinnastað, veglega
kvæntur maður, er allt í einu orðinn sauðaþjófur, tekur Guðmund-
ur málið fyrir, rannsakar lítt, hvað húsfreyjuna snertir, en lætur