Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 32
30
MÚLAÞING
málið að öllu hafa sinn lagagang. Brimarhólm kostaði þetta athæfi
að lögum, og íslendingar voru farnir að þekkja leiðina þangað,
og hér var ekki undankomu auðið með orðalagið á dóminum. En
þegar það er búið, tekur Guðmundur sig til og fær náðun fyrir
þennan sakamann, kannske af því að 'hann átti Egilsstaði, mikla
og fríða jörð, og það kostar sakamanninn Egilsstaði að fá þessa
náðun. Þannig var upp staðið í því máli. Yar það ekki öllum bezt?
En hvað var um það sagt? Hvernig fer það í taugum manna? Er
sýslumaðurinn rétt einu sinni að græða á sakferli? Eins og bless-
aður kóngurinn ætti ekki þessa jörð eins og vanalega, þegar menn
forbrjóta sínar eignir undir kónginn! Sagan, sem fólkið bjó til af
skiptum sýslumanns við þennan mann, svarar þessu að nokkru
leyti — kannske öllu leyti. Tveir hungurgöngumenn norðan úr
Þistilfirði, rösklega tvítugir efnismenn, grípa rollu í Eyvindar-
staðafjöru í Vopnafirði og gera sér gott af henni, og tóku síðan
aðra rollu í fjörunni á Bakka í Borgarfirði, og eru þá færðir Guð-
mundi sýslumanni undir lögin. Þeir játa sök sína, og kváðust ein-
göngu hafa gert þetta af hungursökun, því að nú voru móðuharð-
indi. Guðmundur dæmir þá til að borga ærnar, þegar þeir geti,
og fara síðan heim til sín. Því hlýddu þeir ekki og héldu áfram,
og staðnæmdist annar í Breiðdal, hinn hélt suður í Landbrot, og
eiga þeir nú marga afkomendur í landinu. Á Hrollaugsstöðum á Út-
mannasveit bjó ekkjan Guðrún Jónsdóttir prests á Hjaltastað Odds-
sonar, sú hin sama og hér var fyrr á minnzt í sambandi við Hjalta-
staðafjandann. Hún átti tvo syni af fyrra hjónabandi við Þorsteini
Þorgrímssyni frá Krossavík, Stefán og Þorgrím, er varð frægur
póstur! Nú svarf að heimilinu og hnuplaði Stefán lítiláháttar á
ræstu bæjum. Guðmundur lét greiða þýfið og hýða strákinn, og
varð hann síðan merkur bóndi í Vopnafirði. Stuttu innar eru sýslu-
mörkin og annar sýslumaður til yfirsóknar. Þar lenda þeir í hnupli,
Jón sonur Péturs á Hjartarstöðum Vigfússonar og Guðrúnar
Marteinsdóttur frá Bustarfelli, og Gísli í Gilsárteigi, sonur Ingi-
mundar prests á Eiðum Ásmundssonar, er þá var látinn. Þar var
ekki miskunn hjá Manga. Á Brimarhólm með þá, og annállinn
skartar með þá frétt, að 20 þjófar hafi verið dæmdir á Brimar-
hólm í Suður-Múlasýslu þetta dauðans móðuharðindaár. Aftur á