Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 33
MÚLAÞING
31
móti er enginn þjófur dæmdur á Brimarhólm í Noröur-Múlasýslu.
Það er von, að fólkinu finnist þetta skrýtinn sýslumaður! En í
þessu á Guðmundur sýslumaður betra eftirmæli en aðrir sýslu-
menn, og nútímamenn fagna af slíku dæmi sögunnar.
Hann dæmdi menn af lífi, eins og Jón og Kristínu á Litla-Steins-
vaði, sem ég hef sagt frá í bókinni „Fólk og saga,“ en hélt Kristínu
í Krossavík í 4 ár, unz þau fengu sakaruppgjöf. Sömuleiðis einnig
Þórð á Birnufelli, sem ég hef einnig sagt frá á prenti, en hélt Þórð
í Krossavík í 5 ár, frá 1797, unz hann hverfur úr bókum í Krossa-
vík 1802, hvort sem hann hefur þá fengið sakaruppgjöf eða dáið í
Krossavík og verið grafinn þar eins og hundur í mó, sem vant var
að gera með sakamenn. Allur þessi blær á samskiptum Guðmundar
við sakamenn er lofsamlegur á nútímavísu, hvað sem um þetta kann
að hafa verið sagt á sínum tíma. Svo eru aftur sögurnar, sem eiga
að sýna verri hliðina á Guðmundi. Hann átti að hafa náð Egils-
stöðum með því, að eigandinn gisti hjá honum við alúðarviðtökur,
en er hann var genginn úr hlaði, lét Guðmundur stöðva hann og
leita í skreppu hans, en þar var silfurskeið, sem hann var óðara
þjófkenndur að, og varð að láta Egilsstaði til að sleppa. Aður hefur
verið sagt frá því, sem skeði á Egilsstöðum, og þarf einhverra skýr-
inga að leita á því, að slík saga gat myndazt, og er langlíkast, að
sagan sé einhvers konar hefnd fólksins fyrir það, hvern.ig Guðmund-
ur lauk þessum málum, því að á þessum tírna átti þjófurinn for-
mælendur fá. Hrappstaði átti hann að hafa fengið fyrir sauðarlæri
hjá hungruðu fólki í móðuharðindunum. Þetta er ekki líklegt að
hafi átt sér stað. Hrappsstaðir eru í dánarbúi Marteins á Bustar-
felli 1777, og hafði hann fengið þá árið áður upp í andvirði Bust-
arfells, er hann seldi Árna Sigurðssyni og Ragnheiði Einarsdóttur
systurdóttur sinni. Ekki er líklegt, að Hrappsstaðir hafi gengið lir
eign þessa fólks á svo stuttum tíma, er nú var liðinn, og ekki heldur
kunnugt, hver þá hefði átt að eiga jörðina, en 1782 vitnast í þjófn-
aðarmáli, að þar býr ekkja, sem stolið var frá. Tæpast á hún jörð-
ina. Þó kynni að vera til skýring á þessu, að Guðmundur hefði eign-
azt Hrappsstaði með einhverjum harðræðum, en sú skýring er of
langsótt og hæpin, að um það sé hægt að ræða í þessu máli. Slíkur
harðræðahlær á viðskiptum Guðmundar sýslumanns við menn,