Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 34
32
MÚLAÞING
virtist allsráðandi sem minning manna urn hann fram um síðustu
aldamót. Ég held, að hér hafi komið til slæmur misskilningur eða
einstakt tilfelli, er af einhverjum sökum hefur verið blásið út í
margar útgáfur ljótra sagna.
Nú verða tímamót í sögu þjóðarinnar, er einokun.in er afnumin
1788, og nú skvldi maður hugsa, að maður eins og Guðmundur
sýslumaður, vel ríkur, auðsóknarmaður, hefði hug á því að taka
þátt í ýmsum v.iðbrögðum hins nýja tíma, eins og fyrir lá, fyrst og
fremst á viðskiptasviðinu. Nýir verzlunarhættir hlutu að hefjast á
Vopnafirði, og ekkert gat Islendingum verið hagfelldara, eins og
á stóð, en vera þar þátttakendur og enda brautryðjendur. Og það
kemur á daginn, að hér eru einmitt á ferðinni þeir hlutir, sem stuttu
síðar gjörbreyta örlögum Guðmundar sýslumanns. Þetta verður þó
ekki í sambandi við Vopnafjörð. Þar eins og koma hlutirnir hon-
um ekki við. Hann er sýnilega vinur kaupmanna. Þeirra getur í
Krossavík við ýmis tækifæri, og þarna eru nýir danskir menn að
ryðja sér til rúms. Guðmundur sýslumaður gerist ekki félagi né
styrktarmaÖur þeirra svo að vitað sé eða fram komi opinberlega.
Það er eins og þessi maður, sem verið hefur harðsækinn gróöamaö-
ur á gamla þjóðlega grein, sé lengi að átta sig á því, hvers konar
auðlind hér er í rauninni farin að streyma. Guðmundur horfir á
máliÖ og flanar ekki að neinu. Nú ber líka á önnur tímamót í lífi
þjóðarinnar, sem snerta Guðmund sýslumann meira persónulega
en það, hvað kaupmaðurinn heitir, sem hann verzlar v.ið. Það er
hin breytta dómaskipun landsins. Alþingi er lagt niður og Lands-
3'firdómurinn stofnaður. Stóridómur, aðalstjórnarskrá landsins um
langa tíð, er úr sögunni, og þetta snertir beint alla embættisfærslu
sýslumanna í landinu með nýjum lærdómi á öllum formsatriðum
dómafars. Andi þjóðlífsins hefur gjörsamlega stakkaskipti. Að
þessum tíma fengust nógir böðlar til að taka menn af lífi eftir
dómi. Árið 1804 fæst enginn íslendingur til að vinna á Bjarna frá
Sjöundá. Svo gjörsamlega hafði manndrápsmórall þjóöarinnar
fokið út í veður og v.ind við þessa breyttu dómaskipan. Ef til vill
eru til svo gamlir menn í hettunni, að þetta skilji þeir ekki né meti
öðruvísi en sem glöp umrótsmanna, sem ek'ki viti, hvað þeir eru
að gera. Það kemur að minnsta kosti fram, að menn sjá eftir Al-