Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 35
MÚLAÞING
33
þingi. ÞaS var í þessu efni gamli tíminn. Það er ástæða til að ætla
Guðmund sýslumann þannig skapi farinn, að hann vill ráða sjálf-
ur sínum gjörðum og sínum lögum og það er það, sem valdið hefur
árekstrunum við almenningsálitið. Nú finnst honum, að verið sé
að taka hann sjálfan af sjálfum sér, og þá fer Guðmundur að hugsa
máiið. Þau hjón búa nú við velsæld í Krossavík á þessum mikils-
verðu aldamótum 1800. Það er margt fól'k á búi, engar hjáleigur
né hjábú á jörðinni, og þá er rúmt um í Krossavík. Það er einn
stór skuggi á heimilislífinu. Það er hinn vanvitugi sonur, Pétur,
sem alltaf verður stærra og stærra vandamál á heimilinu, og fer
svo, að séra Guttormur á Hofi, svili Guðmundar sýslumanns, tekur
hann á sitt heimili og ræðst þá betur v.ið hann og þó jafnan erfið-
lega. Var þetta svo sársaukafullt með öllu ættfólkinu, að nafnið
gekk úr ættinni eystra, og var það þó nafn Péturs sýslumanns á
Ketilsstöðum, sem á flestan hátt hafði lagt grunninn að velgengni
og auði þessa fólks. Hólmfríður, dóttir Péturs sýslumanns, sem
bjó fjarri Austurlandi, notaði þó nafnið, og nú ber það afkomand.i
hennar, Pétur Ottesen, hinn kunni alþingismaður.
Nú kemur árið 1806, þeim hjónum fæðist sonur, sem látinn er
heita Oddur, líklega nafni Odds Stefánssonar, manns Hólmfríðar
Pétursdóttur á Þingeyrum. En yfir þessu nýfædda barni er Guð-
rnundur að taka ákvarðanir um að færa úr Krossavík, og það með
næsta nýstárlegum hætti, fara einn síns liðs út í lönd og fara að
taka þátt í kaupmennsku eða gróðabralli. Hann ætlar að skilja
konu og börn eftir, öll í ómegð. Hann lætur þetta ske næsta ár,
segir af sér sýslumennsku og fær því til leiðar komið, að Páll son-
ur hans fær sýsluna eftir hann, nýkvæntur systurdóttur Geirs bisk-
ups, en setur þó ekki bú í Krossavík. Þar býr Þórunn Guttorms-
dóttir áfram við það, sem nú hét Krossavíkurauður í löndum og
bústofni. Guðmundur fer út í Kaupmannáhöfn og dvelur þar næstu
3 ár, að talið er við verzlun, en aldrei hefur það verið rannsakað,
i hvaða samböndum hann stóð í þeirri iðju. Um þetta leyti er nýtt
verzlunarfélag að hefja starfsemi á Islandi, Orum & Wulff, og set-
ur upp verzlanir á Austurlandi og Húsavík, þar á meðal á Vopna-
firði. Mann getur grunað og maður getur spurt. Stóð Guðmundur
sýslumaður í einhverjum samböndum við þetta félag? Atti hann