Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 38
36
MÚLAÞING
una í heiðri og þá kosið að losna við hana. Þjóðsögur eru til um
Guðmund sýslumann, en þeim er sleppt hér.
Vopnfirðingar voru nú lausir við Guðmund sýslumann, og hann
var laus við sjálfan sig, svo að nú mátti allt um batna. Nú tók líka
við sú saga í Krossavík, sem fræg varð og einstök. Þar varð konu-
veldi svo að segja út alla öldina, og það voru ekki sakirnar og
dómarnir, seiu einkenndu þetta veldi. Nú spurðist þaðan ekkert af
slíku, heldur það, sem var þvert á móti og margt af slíku. Það var
eins konar kærleiksveldi, sem í sínum áhrifum gerði Krossavík
að einstæðri jörð, með nokkrum hætti heilaga jörð fyrir Vopnfirð-
ingum og fleirum. Madama Þórunn, eins og hún nú hét á máli
sveitarmanna við mikið fleiri og margháttaðri tækifæri en áður,
reyndist hin mesta búsýslukona, heimilisstjórn hennar var mild
og laðandi, og hún hélt vel í horfi, og gekk þó nokkuð undan, er
skipt var búinu eftir Guðmund og 4 börn hans af fyrra hjónabandi
gengu til arfs, beint í þau efni, sem hún hafði undir höndum við
burtför Guðmundar. Það var mikið eftir samt, þar á meðal margar
jarðir í Vopnafirði. Börn hennar reyndust ekki skörungar nema
helzt Þórunn María. En þau voru vel gefin og vel upp alið siðgætt
fólk, artarfólk og samheldið, vel verki farið og hafði gott orð af
allri hegðun, en að öllu hafði madama Þórunn ráð fyrir þeim,
jafnvel eftir að þau höfðu staðfest ráð sitt, og þótti það í öllu vel
fara og bezt gegna. Guttormur kvæntist um 1820 Steinvöru dóttur
Gunnlaugs prests á Hálsi Gunnlaugssonar. Þau bjuggu í Krossavík.
Var hann silfursmiður og stundaði þá iðu, en var aldrei mikill
bóndi. Þorsteinn kvæntist 1825 Guðríði dóttur Sigurðar prests á
Hálsi Arnasonar og Bjargar systur Reynisstaðabræðra, er úti urðu.
Þau bjuggu einnig í Krossavík. Þorsteinn var merkilegur maður.
Hann reyndist með afburðum sterkur maður, en kröftum hans þótti
undarlega varið. Hann var ekki stór maður og heldur eigi sver,
en nettlegur og vel vaxinn, svo að fáa gat grunað, að þar færi fíl-
efldur maður. Þótti því líkast sem kraftarnir hlypu í hann utanað-
komandi. Hann byrjaði að skjálfa, og krafturinn hijóp í hann, svo
að ekkert stóðst við, og varð hann að gæta sín að vinna ekki tjón
með kröftunum, sem að vísu kom fyrir að hann gerði, einkum á
ólartaui, sem hann táði milli handa sér og timbri sem hann mask-