Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 43
MÚLAÞING
41
þeirra eru þá farin í burtu og hafa staðfest ráð sitt. Stefanía
giftist litlu síðar Einari söðlasmið Björnssyni frá Hraunfelli, en
missti hann fljótlega og giftist þá aftur Runólfi Magnússyni frá
Böðvarsdal. Guttormur sonur hennar tók síðar við partinum og bjó
þar fram yfir 1890. Sveitin er orðin yfirfuil af fólki, og byggðin
fer að láta undan næstu 10 árin. Finnbogi Sigmundsson flutti á
Seyðisfjörð, og lifði Þórunn Oddný stutt. Þau áttu son, er Jón
hét, síðar kaupmaður. Nú er það á næsta ári, að kemur nýtt jarða-
mat til sögunnar, er lengi kallað nýja matið. Hækkuðu þá flestar
jarðir í mati, enda gilti fornt mat á jörðum til þess tíma. Þessu
verður öfugt farið í Krossavík. Heimajörðin er metin í þrennu
lagi og Hellisfjörubakkar að auki. Virðist hér vera að ræða um
part Þorsteins og fremri hjáleiguna, sem virðist hafa verið í byggð
eítir daga Guðmundar sýslumanns, minnsta kosti af og til. Heima-
jörðin er nú metin 14 hundr. og partarnir tveir 7 hundr. hvor, en
Ifellisfjörubakkar 4 hundr., alls 32 hundr. Eftir þessu hafa part-
arnir verið hálf Krossavík, og átti Oddur annan og Hellisfjöru-
bakka, en partur Þorsteins 7 hundr. hefur verið úr heimajörð-
inni, svo mun hafa staðið, meðan hér voru aðskildar eignir. A
þessum árum mun hagur þeirra Odds og Ólafar hafa staðið með
mestum blóma. Þau voru ríku hjónin í Krossavík. Þau munu þó
oft hafa tekið fólk í hjábúð á jarðnæði sínu, sem þörf hefur verið
á vegna mannfjöldans í sveitinni. Getið finnst sem bænda í Krossa-
vík, Valdemars Sveinssonar frá Vatnsdalsgerði, Ásbjarnar Jósefs-
sonar frá Hauksstöðum og Ásbjarnar Jónssonar frá Gnýstöðum
Sveinssonar stjúpsonar Kristínar Þórðardóttur sakamanns, er fædd-
ist í Krossavík 1802. Átti Valdemar Sveinsson Kristínu hálfsystur
Ásbjarnar Jónssonar, dóttur Kristínar Þórðardóttur. Virtist þarna
eitthvert samband á milli. Þau Jón Sveinsson og Kristín Þórðar-
dóttir bjuggu á Gnýstöðum, áttu margt barna, en komust þolan-
lega af, en börnin ólust upp í þvílíkri einangrun, að sum af þeim
töluðu barnamál til æviloka (sjá Minningar Björgvins Guðmunds-
sonar). Annars voru þau vel að manni.
Oddur dó 17. des. 1865 á sextugasta ári. Hafði enginn um hann
misjafnt orð að segja. Voru þá öll börn Guðmundar sýslumanns
látin og margt af barnabörnum. Afkomendur hans voru dreifðir