Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 44

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 44
42 MÚLAÞING og næsta fáir, sem höfðu miklum efnum að flíka, þótt það væri bjargálna fólk og vel virt í sinni stétt. Var flest af því bændafólk og margir vel hagir. Gekkst ættin meir við frá fyrri konu börnum Guðmundar en hinni síðari, enda fór fleira af þeim ættlið til Ame- ríku en hinum. Olöf stóð nú uppi í Krossavík, ekkja, barnlaus, fimmtug að aldri, langt að komin í sveitina og frændur flestir fiarri. Margir hefðu tekið þann kost að selja nú miklar eignir og flytja á frændaslóðir upp á hæga daga. Það gerði Ólöf ekki. Nú hafði hún dvalið 21 ár í Krossavík við góðan hag og virðingar, og hún fann það, að hún stóð í Krossavík í framhaldi þess og bund- in þeim anda, sem um langa tíð hafði látið færa góðri sögu frá Krossavík. Undan því merki gat hún ekki farið, fyrr en yfir lyki. Hún hélt ótrauð áfram búskapnum. Nú var hún sjálfráð að öllu. Nú gat hún gefið, án þess að Oddi þætti verra að sjá það, og þess vegna gaf hún í nafni Odds. Hún bjó við mikla rausn og lét ekki hallast búskapinn, gaf og liðsinnti og hafði allra lof og virðingu. En er líða tók á ævi hennar, virtist það koma í ljós, að hún ætlaði að hafa það eins og Þórunn María, að láta ekki skipta eftir sig rniklu fé. Hún fóstraði upp börn, en ekki verður það séð, að neinu af þeim hafi hún ætlað að taka við Krossavík eftir sinn dag með arfleiðslu. Þau voru óskyld henni og Krossavíkurfólki, flest börn- in, sem vitað er um að hún fóstraði, og virtist hún hafa tekið börn- in eingöngu með tilliti til þarfar þeirra á fóstrinu. Steinunn hét stúl'ka Jóhannesdóttir, er hún tók til fósturs af fátækum foreldrum, og að einhverju ól hún líka upp Björn son Ásbjarnar Jónssonar. Þau Steinunn og Björn efndu nú til hjúskapar, og á þeirra brúð- kaupsdegi gaf hún þeim Egilsstaði, 21 hundr. jörð. Það var 1881. Það var silfurskeiðajörðin fræga, að sögu Vopnfirðinga, sem þetta fólk hafði nú átt í 99 ár. Sagt var, að á sama hátt hefði hún gefið þrjár jarðir, en ekki finn ég heimild fyrir því, enda ekki kannað fyllilega gögn, sem hér kunna að vera fyrir hendi. Þegar kom fram yfir miðjan 9. áratug aldarinnar og Ólöf var orðin 70 ára að aldri, fór hún að þreytast á búsýslunni. Arferði var hið versta á þessum tíma, alls staðar vont, en miklu verst við sjávarsíðu landsins, þar sem Krossavík var. Fósturbörn hennar voru nú farin. Fólkið þusti til Ameríku allt í kringum hana, þar á meðal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.