Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 45
MÚLAÞING
43
Steinunn og Björn frá Egilsstöðum. Hún fór nú að hugsa uin að
gera ráð fyrir Krossavík, sjálf hiaut hún að fara, svo sem mannin-
um er fyrir sett, Krossavík að standa um aldur og ævi, og henni bar
að sjá fyrir framhaldi þeirrar löngu sögu eftir sinn dag. Hún veit
á hvaða grunni hún stendur, í hvaða anda hún hefur lifað. Hún
vill framhald af því hvorutveggja. Oskyldir, aðvífandi menn geta
ekki tryggt henni það, ekki einu sinni hennar frændur. Hún álykt-
ar, að hér verði hinn gamli ættleggur að halda áfram sögunni.
Fyrir hann er grunnurinn gerður, af örlögum hans hefur andinn
skapazt, sem hún hefur erft og lifað á. Nú bjó á partinum Guttorm-
ur sonur Þorsteins sterka, mikill gjörvuleiksmaður og á uppkomin
mannvænleg börn. Hann var efnalítill, átti þó partinn, en harðind-
in eru búin að þreyta hann svo, að hugur hans er farinn að stefna
tii Ameríku. Það virðist liggj a beint við, að Ólöf láti Guttorm eða
einhvern af sonum hans hafa jörðina, og mátti þá vera, að Gutt-
ormi rýmkaðist hagur á eftir. Þetta verður ekki. Guttormur réð
Ameríkuferð sína 1893. Örum Wulffsverzlun keypti af honum
partinn, og nú þykir Ólöfu gresjast svo um sig í Krossavík, að
ekki þýði lengur að fresta því sem fram á að koma. Nú er hún 78
ára að aldri. Þá bjuggu á Asi í Fellum í Fljótsdalshéraði vel metin
hjón, Jörgen Sigfússon og Margrét Gunnarsdóttir. Jörgen var son-
ur Sigfúsar bónda á Skriðuklauslri Stefánssonar prests á Valþjófs-
stað Árnasonar prests á Kirkjubæ Þorsteinssonar. Kona Arna
prests, og móðir séra Stefáns, var Björg dóttir Péturs sýslumanns,
systir Guðmundar sýslumanns, en Margrét var dóttir Gunnars
bónda á Brekku í Fljótsdal, bróður séra Sigurðar á Hallormsstað
Gunnarssonar. Bróðir hennar var séra Sigurður á Valþjófsstað
síðar í Stykkishólmi. Ólöf festi nú helzt auga á þessum hjónum
til að taka við Krossavík, og var sagt, að hún hefði boðið þeim
jörðina upp á það, að þau sæju fyrir sér, það sem hún ætti ólifað
þar í Krossavík, og við þau kjör, sem hún kysi sér að lifa. Fór nú
þessu fram, og fluttu þau Jörgen og Margrét í Krossavík árið 1893.
Hefur Guðfinna Þorsteinsdóttir skáldkona skrifað endurminning-
ar sínar um Ólöfu, en hún ólst upp í Krossavík hjá þeim hjónum,
Jörgen og Margréti. Mun þar rétt frá sagt og ekki þörf að endur-
taka hér. Þó mun þar ekki koma fram, sem ég heyröi Guðrúnu