Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 46
44
MÚLAÞING
Jörgensdóttur segja móður minni, að mjög hefði Ólöf haft gaman
af að spila, og stytti Guðrún henni oft stundir við spil, en hún
var 14 ára, er Ólöf dó. Vildi kerling umfram allt græða og heldur
hafa ofurlítið rangt við en tapa. Gekk hún þá mjög í barndómi.
Ólöf dó 13. nóv. 1898. Var hún þá á 4. ári um áttrætt. Gamli tíminn
í Vopnafirði, sem henni var svo notalegur, var horfinn og gamla
samferðafólkið, sem hennar naut að í lífsbaráttunni og hana dáði,
sömuleiðis. Eg stóð við glugga í framhýsi á Egilsstöðum, 4 ára
stúfur, og horfði á kvöldroðann. Veit ég þá ekki fyrri til en það
fara menn um hlaðið með næsta furðulegan flutning á hesti. Kistu-
stokk um þverbak. Einn maður teymdi hestinn, tveir fylgdust með
flutningnum, sinn hvorumegin. Þetta var líkfylgd Ólafar í Krossa-
vík. Sökum langræðis gat hún ékki verið fjölmennari, og næsta
dag hefur hún verið jarðsungin á Hofi, eflaust við fjölmenni.
Skipti á búi Ólafar fóru fram á næstu árum. Ég held, að þá hafi
hún ekki átt í jörðum nema Skjaldþingsstaði, sem seldir voru við
uppboð, og keypti Páll, skaftfellskur maður, Jónsson, bróðir Sig-
urðar smala á Jökuldalnum, fyr.ir 1200 krónur. Fé til skipta var
ekki mikið og dreifðist víða, og kom alls staðar smátt í stað. Þau
höfðu arfleitt hvort annað hjónin, svo að ekki kom til skipta, er
Oddur dó. Ekki var henni sett minnismerki í Hofsgarði né neinu
af þessu merka fólki, sem þar hlýtur að hvíla. Krossavík hafði hún
skilað ættinni. Það fannst henni síðasta skylda sín, og við þakklæti
og blessun hefur hún kvatt þar garðinn, sennilega södd lífdaga
eins og fleiri — og flestir.
ÞEGAR KROSSAVÍKURFJÖLLIN FÓRU TIL AMERÍKU
Krossavík stendur á breiðum hjalla eða undirlendi milli fjarð-
ar.ins og fjalla, sem almennt eru nefnd Krossavíkurfjöll. Er það yzti
hluti Smjörfjallgarðsins. Klýfur Böðvarsdalur fjallgarðinn þarna
yzt, og verða Krossavíkurfj öllin milli hans og Krossavíkurundir-
lendisins. Gljúfurárdalurinn klýfur enn þennan fjallgarðsrana inn
í fjöllin, og ná drög hans nokkuð inn í fjöllin. Bærinn stendur við
brekkurætur þessara fjalla, og verður breiður álíðandi, vel gró-
inn, upp fjöllin að gráum skriðum, en þar rís voldugur klettabálkur